Læknablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 42
12
LÆKNABLAÐIÐ
Góð vinnuaðstaða er nauðsynleg til þess, að læknar á spítala geti
stundað vinnu sína, svo að vel sé og þekking þeirra komi að íullum
notum. Um sumt, er þetta varðar, þurfa læknar að sækja undir þá
aðila, er reka spítalana, og er þar m. a. um að ræða kaup á tækjum,
vinnurými og fleira, sem nefndin mun ekki ræða frekar.
Annað ætti algjörlega að vera á valdi læknanna .sjálfra, og er
þar helzt réttur þeirra og möguleiki (og oft jaínvel skylda) til að leita
ráða og samvinnu starfsbræðra sinna í sömu sárgrein og óskyldum
greinum. E. t. v. hefur fátt staðið opinberum spítölum hér eins rnikið
fyrir þrifum og skortur á slíkri samvinnu (konsultationum). Bera yíir-
læknar spítalanna þar aðalábyrgð. Á einkaspítölum hér hefur hins
vegar verið miklu betri möguleiki til .samvinnu, enda ber hver læknir
þar ábyrgð á sínum sjúklingi. Vitanlega hefur orðið misbrestur á þess-
um spítölum líka, en tækifærið hefur verið fyrir hendi.
Skv. skoðun nefndarinnar og „Minimal Standard" verður hver
spítali að geta gegnt þeirri þjónustu, sem hann tekur að sér. Deildar-
skiptur spítali, er hefur t. d. lyflæknisdeild, verður þannig að hafa
starfandi þar eða ráðgefandi lækni í hverri þeirri undirsérgrein, sem
til er, .svo fremi sem slíkur læknir er til í landinu. Þannig getur, hvenær
sem er, þurft að leita ráða sérfræðinga í taugasjúkdómum, blóðmeina-
fræði, hjartasjúkdómum o. s. frv., enda þótt sjúklingurinn hafi, þegar
hann kom á spitalann, verið talinn þjást af kvilla, er eigi heyrir undir
þessar sérgreinar.
Þá vísar nsfndin til Platt Committee 1961 (Medical Staifing
Structure in the Hospital Service), en þar er talið nauðsynlegc, að
a. m. k. tveir sérfræðingar í sömu sérgrein starfi við hvert .sjúkrahús
eða deild, þannig að spítalinn geti alltaf veitt þá sérfræðiþjónustu.
enda þótt annar þeirra sé fjarverandi af einhverjum ástæðum. Nefndin
hefur þegar lýst ábyrgð á hendur íslenzkum yfirlæknum fyrir það að
hafa ekki sáð um að tryggja spítölunum næga sérfræðiþjónustu. Hún
vill líka benda á, að þar sem sérfræðingar í undirgreinum eru starf-
andi við spítala, er venjulega eingöngu um einn að ræða í hverri
grein, og er spítalinn því án þeirrar læknisþjónustu ákveðinn tíma á
hverju ári, t. d. vegna sumarleyfa. Verður vikið að því síðar.
1 Nefndin telur, að sjúklingurinn eigi kröfu á beztu læknisþjónustu,
sem völ er á; ekki þeirri, sem einhver einstakur heimilislæknir, yfir-
læknir eða sérfræðingur veit bezta, heldur þeirri, er læknisfræðin í
dag veit bezta. Það er því skylda hvers læknis að útvega sjúklingi
sínum þá læknisfræðikunnáttu, sem þarf til að leysa vandamál hans.
og gildir þá einu, hvort sækja verður þann sérfræðing út fyrir veggi
spítalans og jafnvel á aðra spítala. Slík þjónusta verður ekki veitt
nema með hópsamvinnu (team-work), ef vel á að vera.
Ekki er hægt að skilja við þetta mál án þess að benda á, að
ákveðið tryggingafélag, S. R., setti læknastéttinni afarkosti á sínum
tíma og krafðist þess í samningum, að aðeins einum lækni væri greitt
fyrir stundun sjúklings í hverri legu. Má telja læknasamtökunum
til vanza að láta á þeim tíma þá, er sízt höfðu skilning á, fá með
peningavaldi tækifæri til að vinna gegn samvinnu lækna og hags-
munum sjúklinganna.