Læknablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 68
36
LÆKNABLAÐIÐ
Aðrar skyldur stjórnarinnar eru:
1. að .setja reglur eftir þörfum,
2. að halda reglulega fundi a. m. k. mánaðarlega,
3. að skipa nefndir eftir þörfum, þ. á m. framkvæmdanefnd,
4. að sjá um gott samstarf við læknaliðið, svo sem með því að
skipa samstarfsnefnd við nefnd, skipaða af læknaráði sjúkra-
hússins eða á annan hátt,
5. að ráða lækna skv. tilnefningu læknaráðs sjúkrahússins,
6. að ráða lærðan og hæfan sjúkrahússtjóra sem framkvæmda-
stjóra sjúkrahússtjórnar, og ber hann ábyrgð á daglegum
rekstri sjúkrahússins og sér um samstarfið milli sjúkrahús-
stjórnarinnar, læknaliðs, hjúkrunarfólks og annars starfs-
fólks og deilda sjúkrahússins;
7. að sjá um, að sjúkrahúsið sé alltaf nægilega vel út búið og
mannað, svo að þjónustan við sjúklingana sé fullnægjandi.
B. Sjúkrahúsbyggingin: Hún verður að vera traustbyggð og nægi-
lega rúmgóð og öryggiseftirlit í lagi, svo að öryggi sjúklinganna
sé tryggt.
Sjúkrahúsið verður að fullnægja eftirfarandi skilyrðum:
1. Húsakynni séu eldtraust og nægilegt eldvarnareftirlit.
2. Fyllstu hreinlætiskröfur séu gerðar til að forðast smitun.
3. Unnt sé að einangra sjúklinga með smitsjúkdóma.
4. Sérdeildir séu fyrir fæðandi konur og nýfædd börn, séu þau
vistuð á sjúkrahúsinu.
5. Neyðarljós séu á skurðstofum, slysastofum, fæðingastofum
o. s. frv.
6. Fullkomin aðstaða verður að vera til sjúkdómsgreiningar og
meðferðar.
C. Nauðsynleg þjónusta:
1. Eldhúsið:
a) Það á að reka sem sérstaka deild með hæfu starfsfólki
undir .stjórn lærðrar matreiðslukonu eða matreiðslumanns.
b) Það verður að fullnægja fyllstu hreinlætiskröfum.
c) Þar verða að vera möguleikar á að framreiða sérrétti fyrir
sjúklingana (diet).
d) Þar verður að vera næringarfræðingur (dietitian), helzl
fastráðinn, en a. m. k. ráðgefandi.
e) Sérstakar mataruppskriftir (diet) skulu vera fyrirliggj-
andi og í samræmi við sjúkraskrár.
f) Reglulegir fundir skulu haldnir með matreiðslufólki og
næringarfræðingum, læknum og hjúkrunarfólki eða
framámönnum þeirra eftir þörfum.
2. Sjúkraskrár:
a) Stjórnunarleg ábyrgð:
1. Sjúkraskrá á að halda um hvern þann sjúkling, sem
kemur á spítalann.
2. Sjúkraskrá verður að geyma á góðum stað.
3. Nægilega gott spjaldskrárkerfi verður að vera, svo að
fljótlega sé hægt að finna sjúkraskrár.