Læknablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 52
22
LÆKNABLAÐIÐ
eins árs. Nefndin er þessu sanunála og leggur til, að á hverja deild skuli
ráða hæfilegan fjölda aðstoðarlækna m. t. t. framhaldsnáms þeirra og
þarfa sjúkrahússins. Svo ætti að vera skylda læknaráðs sjúkrahússins
að skipuleggja störf þeirra og nám og skylda sjúkrahússins að sjá þeim
fyrir kennslukröftum.
Nefndinni er ekki kunnugt um, að nokkur skipulögð kennsla hafi
verið á íslenzkum sjúkrahúsum fyrir lækna í náms.stöðum. Þeir hafa
oftast verið notaðir við einhæf störf, sem eru ekki í samræmi við
menntun þeirra og tilgang starfsins. Á mörgum deildum hefur vakta-
byrði þeirra einnig verið ofboðsleg.
Nefndin álítur, að reisa verði skorður við misnotkun iækniskunn-
áttunnar og tryggja beri læknum tæknilega aðstoð og draga beri úr
vaktavinnu lækna og reyna að tryggja, að þeir þurfi ekki að standa
vaktir meira en fjórðu hverja nótt. Stefna ber að því, að læknum sé
tryggð fullnægjandi hvíld eftir vökunótt við skyldustörf.
Nefndin lítur svo á, að það sé hlutverk aðstoðarlæknis að aðstoða
sérfræðinginn við dagleg störf á deildinni og aðstoðarlæknirinn eigi
að njóta leiðbeininga sérfræðingsins um leið.
Aðstoðarlæknirinn tekur fyrstur lækna á móti sjúklingum, sem
koma á spítalann, og skoðar þá og segir fyrir um rannsókn og meðferð í
samráði við sérfræðinginn. Hann skilar fullkominni sjúkraskrá sam-
dægurs, og ber honum svo að fylgja sjúklingnum eftir og gera þær
aðgerðir, sem sérfræðingur telur hann hæfan til. Ber sérfræðingnum
að sjá svo um, að aðstoðarlæknir fái verkefni við sitt hæfi og honum
séu falin .sjálfstæð læknisstörf í vaxandi mæli eftir því, sem menntun
hans og reynsla leyfir.
Yfirlækni ber að skipuleggja svo vinnu aðstoðarlækna, að þeir
hafi nægan tíma til að taka þátt í þeirri kennsluáætlun, sem lækna-
ráðið skipuleggur. Yfirlæknir og sérfræðingar deildarinnar eiga að
stuðla að því, að aðstoðarlæknar taki þátt í þeim vísindastörfum, sem
stunduð eru á deildinni.
Aðstoðarlæknar standa bundnar vaktir á spítalanum og mega ekki
víkja þaðan, nema þeir setji einhvern fyrir sig. Það er auðvitað lág-
markskrafa, að aðstoðarlæknir hafi alltaf sérfræðing á bakvakt.
Nefndin gagnrýnir það háttalag, sem látið hefur verið afskipta-
laust árum saman á íslenzkum sjúkrahúsum, að ósérlærðir læknar hafa
staðið bakvaktir, væntanlega á ábyrgð yfirlækna, sem hafa hvergi
verið nálægir, og þannig raunverulega verið neyddir til að bera ábyrgð
á lífi og limum sjúklinga, ábyrgð, sem þeir hafa verið allsendis ófærir
um að axla.
Eins sjálfsagt og það er, að ungum læknum sé lögð vaxandi ábyrgð
á herðar undir handleiðslu reyndari manna, er það óafsakanlegt að
leggja á þá ábyrgð, sem þeir geta ekki og mega ekki taka á sig.
Hér hefur verið rætt um ábyrgð aðstoðarlækna á þeirri lækninga-
starfsemi, sem rekin er á sjúkrahúsum.
Nefndin er sammála um, að aðstoðarlæknar eigi aðild að lækna-
ráði hvers sjúkrahúss og taki þannig þátt í öllum sjúkrahússtörfum.
Hún álítur, að frjóar hugmyndir og jákvæð gagnrýni þessara ungu
manna sé ómissandi fyrir þróun sjúkrahússins. Hins vegar álítur nefnd-