Læknablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 64
32
LÆKNABLAÐIÐ
enda erfitt um vik, þar eð hlutföllin milli yfirlækna og aðstoðarlækna
hafa verið 1 á móti 4.
b) Noregur: Þar er læknaskipan .svipuð og í Danmörku. Yfir-
læknir er forstöðumaður deildar, venjulega með 50 til 150 rúmum, á
geðsjúkrahúsum þó allt að 300 rúmum. Yfirlæknir er einnig oft stjórn-
andi sjúkrahússins, direktör.
Deildarlæknisstaðan er föst staða undir stjórn yfirlæknis. Deildar-
læknirinn veitir einni deild eða deildarhluta forstöðu og er aðstoðar-
yfirlæknir. Þeir eru yfirleitt sérfræðingar.
Auk þess ráða Norðmenn sérfræðinga að sjúkrahúsunum til ákveð-
inna læknisstarfa án þess að hafa sér.stakar deildir fyrir þá. Sérfræð-
ingur hefur þá yfir að ráða ákveðnum rúmafjölda og rétt til að leggja
inn sjúklinga sína og ber ábyrgð á þeim.
Aðrar stöður eru námsstöður til takmarkaðs tíma, og nefnast þeir,
sem gegna þeim, assistentar eða aðstoðarlæknar, og „turnus“-kandídats-
stöður er verið að afnema.
c) Svíþjóð: Þar hefur læknaskipan verið með nokkuð öðru sniði
lengi vel. Yfirlæknar hafa haft sér við hlið „bitrádande" yfirlækna eða
aðstoðaryfirlækna, sem hafa verið sjálfstæðir sérfræðingar og ráðnir
eftir þörfum deildarinnar. Yfirlæknarnir hafa þó verið einu fastráðnu
læknarnir. Sænska læknafélagið gerir þá kröfu, að minnst tveir yfir-
læknar og þar með sérfræðingur séu á hverri deild.
Aðstoðarlæknar (underlákare) eru ráðnir til takmarkaðs tíma, og
þar eru engir „turnus“-kandídatar.
d) Þýzkaland: Píramíðinn er þannig byggður:
1) Chefarzt, sem er gjarnan prófessor eða forstöðumaður deildar
eða alls spítalans.
2) Oberarzt; stundum margir undir hverjum Chefarzt.
3) Stationsarzt eða deildarlæknar, sem eru gjarnan sérfræðingar.
4) Assistent arzt; námsstöður til takmarkaðs tíma.
5) Medicinal- eða Pflicht-assistent, námskandídat.
Samkvæmt upplýsingum íslenzkra lækna, sem nýlega hafa lokið
námi í Þýzkalandi, er Chefarzt einráður í öllum efnum.
e) England: Brezki „consultantinn" er burðarásinn í starfsliði
lækna á brezkum .sjúkrahúsum og er eini læknirinn í sjúkrahúsþjón-
ustunni, sem er viðurkenndur hæfur vegna reynslu sinnar og þjálfunar
til að taka á sig fulla persónulega ábyrgð á allri læknishjálp, sem allir
sjúklingar, er heyra undir sérgrein hans, þurfa á að halda. Ráðningar-
tími sérfræðingsins er ótakmarkaður, en þó bundinn við að láta af
störfum vegna aldurs.
Aðrir hlutar starfsliðsins eru:
a) Læknar til aðstoðar sérfræðingunum við daglega umönnun
sjúklinga.
b) Læknar í námi, bæði undir framtíðarstarf á sjúkrahúsum eða
aðrar greinar læknisfræðinnar.