Læknablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 71
LÆKNABLAÐIÐ
39
b) Geislavarnir verða að vera öruggar, og geislavarnareftirlit
verður að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks.
c) Nægilegt starfslið verður að vera til að framkvæma og
hafa eftirlit með röntgenrannsóknum.
d) Deildin verður að hafa lækni og röntgenlækni á vakt
allan sólarhringinn.
e) Röntgenrannsókn er gerð á ábyrgð sérfræðings í geisla-
greiningu, sem segir til um framkvæmd rannsóknarinnar
og les síðan úr myndunum og sendir lækni hlutaðeigandi
sjúklings niðurstöðu rannsóknar innan sólarhrings, frá
því að rannsókn lauk.
f) Undirritaðar umsagnir um röntgenrannsóknir skulu liggja
í sjúkraskrá hlutaðeigandi .sjúklings og afrit á vísum stað
í röntgendeildinni.
g) Starfi geislalækningadeild á sjúkrahúsinu, verður sérfræð-
ingur í geislalækningum að sjá um þá lækningastarfsemi.
Sjúkraskrá verður að halda yfir þá sjúklinga, sem aðra,
og senda læknabréf að meðferð lokinni.
6. Neyðarþjónusta:
a) Skrifleg áætlun ,skal liggja fyrir á sjúkrahúsinu um við-
brögð við fjöldaslysum og öðrum neyðartilfellum. Slík
áætlun skal endurskoðuð árlega af læknaráði sjúkrahúss-
ins, og sé tryggt með þjálfunarnámskeiðum, að áætlunin
sé starfhæf.
b) Ef slysavarðstofa er rekin á spítalanum, verður hún að
starfa ,sem sjálfstæð deild í nægilegu húsrými, með sjúkra-
deild og nægu starfsliði og hæfum læknum allan sólar-
hringinn.
c) Skilyrði verða að vera til bráðra sjúkdómsgreininga og
meðferðar.
d) Náið samstarf verður að vera við aðrar deildir sjúlcra-
hússins.
e) Sjúkraskrá verður að halda yfir hvern sjúkling, sem
kemur inn á slysavarðstofuna, og skrifa læknabréf.
7. Bókasajn:
a) Á sjúkrahúsinu skal vera bókasafn í samræmi við þarfir
þess.
b) Sérmenntaður safnvörður sér um bókasafnið.
c) Nauðsynlegar handbækur og timarit eiga að vera í safn-
inu.
d) Bókasafnið á að veita sérrita-þjónustu (fótóstatkópíur).
8. Ritarar og sérhœft aðstoðarfólk:
a) Nægilega margir læknaritarar verða að vera til þess að
skrifa umsagnir um læknisverk og læknabréf án tafar.
b) Nægilegt sérhæft aðstoðarfólk á að vera, svo að læknar
þurfi ekki að vinna störf, sem aðstoðarfólki eru ætluð.
D. Æskileg þjónusta:
1. Eftirskoðun sjúklinga: