Læknablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 79
LÆKNABLAÐIÐ
45
heimilislæknis, og það er oftast
komið undir kunnáttu þeirra og
árvekni, hvernig til tékst.
Hilt er svo hrein firra, þegar
talað er um, að héraðslæknir-
inn eða heimilislæknirinn geti
leyst úr öllum vandamálum
sjúklinga sinna. Slíkt var að
vísu á færi góðs læknis fyrir
nokkrum áratugum, að svo
miklu leyti sem læknisfræðin
þá leyfði. En það heyrir nú for-
tíðinni til.
Framfarir í læknisfræði hafa
verið svo gífurlegar á síðustu
30—10 árum, að það er ek'ki
lengur á eins manns færi að
kunna þar skil á öllu. Að vísu
er hugsanlegt, að sílesandi
læknir geti haft nokkra nasa-
sjón af því helzta í sérhverri
grein læknisfræðinnar, en þá
væri ekki heldur mikill tími af-
gangs til að sinna sjúklingum.
Auk þess mvndi þékking sliks
manns verða næsta vfirborðsleg
á hverju einu sviði.
Nútimalæknisfræði krefst
meira. Þegnar velferðarríkis
eiga á miðri 20. öld kröfu til
þeirrar beztu læknisþjónustu,
sem hægt er að veita hverju
sinni. Þess vegna stefnir læknis-
fræðin til aukinnar sérliæfing-
ar.
Þar sem þróunin hefur geng-
ið lengst í sérhæfingarátt, þ. e.
á Norðurlöndum, í Bretlandi og
Bandaríkjunum, stendur lækn-
isfræðin í mestum hlóma, og
þar hefur árangurinn orðið
mestur. Hér á landi mun þró-
unin verða hin sama.
Á þvi er einnig lítill vafi, að
í framtíðinni munu hinir svo-
kölluðu almennu læknar, þ. e.
liéraðslæknar og' heimilislækn-
ar, í vaxandi mæli afla sér sér-
þekkingar til sinna starfa á
sama hátt og sérfræðingar gera
nú. Jafnframt hlýtur að koma
að því, að störf þessara lækna
verði endurskipulögð frá
grunni.
LÆKNAMIÐSTÖÐVAR
Lausnin á læknaskorti dreif-
hýlisins getur varla orðið nema
ein, þ. e. læknamiðstöðvar fyrir
allstór landsvæði, þar sem starfa
tveir eða fleiri læknar, sem liafa
menntað sig sérstaklega til
slíkra starfa, ásamt sérfræðing-
um, eftir því sem fólksfjöldi og
aðrar aðstæður leyfa.
Á sama hátt gætu læknamið-
stöðvar orðið framtíðarlausnin
á almennri læknisþjónustu í
þéttbýlinu. Þar myndu starfa
saman í náinni samvinnu lækn-
ar, sérmenntaðir til almennra
lækninga, ásamt sérfræðingum
í ýmsum greinum læknisfræð-
innar. Starfsemi slíkra mið-
stöðva yrði að vera á sem frjáls-
ustum grundvelli. Þvingunar-
ráðstafanir gagnvart sjúkling-
um eða læknum, t. d. með
óþjálli hverfaskiptingu, myndu
aðeins leiða til vandræða og
óánægju allra aðila.