Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1967, Page 79

Læknablaðið - 01.02.1967, Page 79
LÆKNABLAÐIÐ 45 heimilislæknis, og það er oftast komið undir kunnáttu þeirra og árvekni, hvernig til tékst. Hilt er svo hrein firra, þegar talað er um, að héraðslæknir- inn eða heimilislæknirinn geti leyst úr öllum vandamálum sjúklinga sinna. Slíkt var að vísu á færi góðs læknis fyrir nokkrum áratugum, að svo miklu leyti sem læknisfræðin þá leyfði. En það heyrir nú for- tíðinni til. Framfarir í læknisfræði hafa verið svo gífurlegar á síðustu 30—10 árum, að það er ek'ki lengur á eins manns færi að kunna þar skil á öllu. Að vísu er hugsanlegt, að sílesandi læknir geti haft nokkra nasa- sjón af því helzta í sérhverri grein læknisfræðinnar, en þá væri ekki heldur mikill tími af- gangs til að sinna sjúklingum. Auk þess mvndi þékking sliks manns verða næsta vfirborðsleg á hverju einu sviði. Nútimalæknisfræði krefst meira. Þegnar velferðarríkis eiga á miðri 20. öld kröfu til þeirrar beztu læknisþjónustu, sem hægt er að veita hverju sinni. Þess vegna stefnir læknis- fræðin til aukinnar sérliæfing- ar. Þar sem þróunin hefur geng- ið lengst í sérhæfingarátt, þ. e. á Norðurlöndum, í Bretlandi og Bandaríkjunum, stendur lækn- isfræðin í mestum hlóma, og þar hefur árangurinn orðið mestur. Hér á landi mun þró- unin verða hin sama. Á þvi er einnig lítill vafi, að í framtíðinni munu hinir svo- kölluðu almennu læknar, þ. e. liéraðslæknar og' heimilislækn- ar, í vaxandi mæli afla sér sér- þekkingar til sinna starfa á sama hátt og sérfræðingar gera nú. Jafnframt hlýtur að koma að því, að störf þessara lækna verði endurskipulögð frá grunni. LÆKNAMIÐSTÖÐVAR Lausnin á læknaskorti dreif- hýlisins getur varla orðið nema ein, þ. e. læknamiðstöðvar fyrir allstór landsvæði, þar sem starfa tveir eða fleiri læknar, sem liafa menntað sig sérstaklega til slíkra starfa, ásamt sérfræðing- um, eftir því sem fólksfjöldi og aðrar aðstæður leyfa. Á sama hátt gætu læknamið- stöðvar orðið framtíðarlausnin á almennri læknisþjónustu í þéttbýlinu. Þar myndu starfa saman í náinni samvinnu lækn- ar, sérmenntaðir til almennra lækninga, ásamt sérfræðingum í ýmsum greinum læknisfræð- innar. Starfsemi slíkra mið- stöðva yrði að vera á sem frjáls- ustum grundvelli. Þvingunar- ráðstafanir gagnvart sjúkling- um eða læknum, t. d. með óþjálli hverfaskiptingu, myndu aðeins leiða til vandræða og óánægju allra aðila.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.