Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 58
26 LÆKNABLAÐIÐ sýklafræðingur, eins og áður hefur verið minnzt á. Sami læknir hefur ónæmisfræðina á sinni könnu og er jafnframt kennari í þessum greinum. Fleira mætti telja. B. Kleppsspítalinn: Hann er geðveikraspítali ríkisins: geðdeild að Kleppi og Flókadeild fyrir áfengissjúklinga. Skv. fjárlögum 1967 eru þar tvær yfirlæknastöður, einn aðstoðar- yfirlæknir, einn deildarlæknir, þrír aðstoðarlæknar, einn kandídat og fjórir ráðgefandi læknar, samtals 12 læknar. Ekki hafa fengizt læknar nema í um helming af þessum stöðum. Nú eru einungis þrír sérfræðingar í geðlækningum starfandi á spítalanum, og er augljóst mál, að slíkt er ófullnægjandi þjónusta, þar sem þeim er ætlað að sinna á þriðja hundrað sjúklingum, mikilli eftir- meðferð, ásamt kennslu í geðsjúkdómum. Undir núverandi píramíðakerfi hafa sérfræðingar gefizt upp við að vinna á spítalanum og ekki fengizt til að sækja um stöður. C. HeilsuhœliS á Vífilsstöðum: Það er upphaflega berklahæli, en tekur nú einnig afturbatasjúklinga. Þar er gert ráð fyrir þremur lækn- um, yfirlækni, aðstoðaryfirlækni og aðstoðarlækni, og tveimur ráðgef- andi læknum. Yfirlæknirinn var sérfræðingur í berklalækningum og aðstoðaryfirlæknir var lyflæknir, en síðan hann lézt, árið 1965, hefur staðan ekki verið auglýst. Heilbrigðis,stjórn mun ekki hafa komizt að niðurstöðu um, hvað eigi að gera við Vífilsstaðahæli, en berklahæli mun þó eiga að vera þar áfram að einhverju leyti. Ef Vífilsstaðir eiga að gegna margþættu hlutverki í framtíðinni, er augljóst, að þangað vantar fleiri lækna. D. Kópavogshæli: Þar hefur verið einn yfirlæknir, sem hefur haft veg og vanda af stjórn og lækningum á hælinu. Við endurbætur og stækkun þess, sem nú stendur yfir, þarf að tryggja sjúklingum þeirr- ar stofnunar viðunandi læknisþjónustu sérfróðra lækna. E. BorgarspítaSlinn: Hann tók til starfa sem lyflæknisdeild árið 1955 í Heilsuverndarstöðinni. Á deildinni er yfirlæknir, sem er ráðinn ævilangt. Þar eru tvær aðstoðarlæknisstöður, sem eru til tveggja til þriggja ára. Staða I. aðstoðarlæknis mun vera ætluð sérfræðingi í lyf- læknisfræði, hin er námsstaða. Á stundum hafa verið sérfræðingar í báðum þessum stöðum eða ósérlærðir læknar í báðum. Þar eru að jafnaði þrír kandídatar. í samningum þeim, sem áður er minnzt á, milli L. R. og Reykja- víkurborgar, er nú samið um laun sérfræðinga og aðstoðarlækna. Hafa borgaryfirvöld þannig í reynd fallizt á að hætta að skipta sérfræð- ingum í flokka. Nú munu starfandi á lyflæknisdeild Borgarspítalans tveir sérfræð- ingar í lyflæknisfræði, auk yfirlæknis. Ekkert læknaráð hefur verið stofnað á spítalanum. Sérfræðingar stunda sjúklinga á ábyrgð yfirlæknis, sem er raunar eini læknirinn, sem er tengdur stofnuninni lengur en 2—3 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.