Læknablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 58
26
LÆKNABLAÐIÐ
sýklafræðingur, eins og áður hefur verið minnzt á. Sami læknir hefur
ónæmisfræðina á sinni könnu og er jafnframt kennari í þessum greinum.
Fleira mætti telja.
B. Kleppsspítalinn: Hann er geðveikraspítali ríkisins: geðdeild
að Kleppi og Flókadeild fyrir áfengissjúklinga.
Skv. fjárlögum 1967 eru þar tvær yfirlæknastöður, einn aðstoðar-
yfirlæknir, einn deildarlæknir, þrír aðstoðarlæknar, einn kandídat og
fjórir ráðgefandi læknar, samtals 12 læknar. Ekki hafa fengizt læknar
nema í um helming af þessum stöðum.
Nú eru einungis þrír sérfræðingar í geðlækningum starfandi á
spítalanum, og er augljóst mál, að slíkt er ófullnægjandi þjónusta, þar
sem þeim er ætlað að sinna á þriðja hundrað sjúklingum, mikilli eftir-
meðferð, ásamt kennslu í geðsjúkdómum.
Undir núverandi píramíðakerfi hafa sérfræðingar gefizt upp við
að vinna á spítalanum og ekki fengizt til að sækja um stöður.
C. HeilsuhœliS á Vífilsstöðum: Það er upphaflega berklahæli, en
tekur nú einnig afturbatasjúklinga. Þar er gert ráð fyrir þremur lækn-
um, yfirlækni, aðstoðaryfirlækni og aðstoðarlækni, og tveimur ráðgef-
andi læknum. Yfirlæknirinn var sérfræðingur í berklalækningum og
aðstoðaryfirlæknir var lyflæknir, en síðan hann lézt, árið 1965, hefur
staðan ekki verið auglýst.
Heilbrigðis,stjórn mun ekki hafa komizt að niðurstöðu um, hvað
eigi að gera við Vífilsstaðahæli, en berklahæli mun þó eiga að vera
þar áfram að einhverju leyti. Ef Vífilsstaðir eiga að gegna margþættu
hlutverki í framtíðinni, er augljóst, að þangað vantar fleiri lækna.
D. Kópavogshæli: Þar hefur verið einn yfirlæknir, sem hefur haft
veg og vanda af stjórn og lækningum á hælinu. Við endurbætur og
stækkun þess, sem nú stendur yfir, þarf að tryggja sjúklingum þeirr-
ar stofnunar viðunandi læknisþjónustu sérfróðra lækna.
E. BorgarspítaSlinn: Hann tók til starfa sem lyflæknisdeild árið
1955 í Heilsuverndarstöðinni. Á deildinni er yfirlæknir, sem er ráðinn
ævilangt. Þar eru tvær aðstoðarlæknisstöður, sem eru til tveggja til
þriggja ára. Staða I. aðstoðarlæknis mun vera ætluð sérfræðingi í lyf-
læknisfræði, hin er námsstaða. Á stundum hafa verið sérfræðingar í
báðum þessum stöðum eða ósérlærðir læknar í báðum. Þar eru að
jafnaði þrír kandídatar.
í samningum þeim, sem áður er minnzt á, milli L. R. og Reykja-
víkurborgar, er nú samið um laun sérfræðinga og aðstoðarlækna. Hafa
borgaryfirvöld þannig í reynd fallizt á að hætta að skipta sérfræð-
ingum í flokka.
Nú munu starfandi á lyflæknisdeild Borgarspítalans tveir sérfræð-
ingar í lyflæknisfræði, auk yfirlæknis.
Ekkert læknaráð hefur verið stofnað á spítalanum. Sérfræðingar
stunda sjúklinga á ábyrgð yfirlæknis, sem er raunar eini læknirinn,
sem er tengdur stofnuninni lengur en 2—3 ár.