Læknablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 76
42
LÆKNABLAÐIÐ
hann verður að hafa nægan tíma til ráðgjafastarfa,
viðhaldsmenntunar og vísindastarfa.
3. Svo margir sérfræðingar eiga að vinna saman, að þeim
verði ekki íþyngt óeðlilega með vaktaskyldum. Stefna
ber að því, að vaktaskylda sé ekki oftar en fjórða hvern
sólarhring.
4. Allir sérfræðingar eiga sæti í læknaráði sjúkrahússins.
5. Ef sérfræðingur fæ.st ekki í einhverja sérgrein að
sjúkrahúsinu, ber læknaráði skylda til þess að reyna að
tryggja slíkan lækni sem ráðgefandi sérfræðing fyrir
lækna sjúkrahússins, þótt hann stundi ekki sjúklinga
sjálfur á sjúkrahúsinu. Slíkum sérfræðingum skal þó
ætíð gefinn kostur á að stunda sérgrein sína á sjúkra-
húsinu um leið, og tekur sérfræðingurinn þá sæti í
læknaráði sjúkrahússins.
b) Aðstoðarlœknar:
1. Að hverri deild skal ráða hæfilegan fjölda aðstoðar-
lækna m. t. t. framhaldsnáms þeirra og þarfa sjúkra-
hússins.
2. Þeir eiga sæti í læknaráði sjúkrahússins, með málfrelsi
og tillögurétti, en full réttindi og skyldur öðlast þeir
ekki fyrr en eftir hálft til eitt ár, og fer það eftir ráðn-
ingartima og tengslum við sjúkrahúsið hverju sinni.
3. Stjórn sjúkrahússins og læknaráði ber að sjá til þess,
að störf þeirra og nám verði skipulagt og þeim verði
ekki íþyngt með vinnu, sem aðstoðarfólk á að fram-
kvæma. Einnig ber að sjá til þess, að vaktabyrði þeirra
sá ekki óeðlilega mikil.
3. Deildaskipting:
a) Sjúkrahúsið skiptist í deildir eftir sérgreinum. Sérdeild er
ekki starfhæf, nema minnst tveir sérfræðingar starfi þar
saman.
b) Forstöðumenn deilda (yfirlœknar):
Einn af sérfræðingum deildarinnar skal hafa stjórnsýslu
með höndum. Hann skipuleggur læknisstörfin í samráði
við sérfræðinga deildarinnar og læknaráðið. Hann skal
skipaður af stjórn sjúkrahússins til takmarkaðs tíma eftir
tilnefningu læknaráðs og að fenginni umsögn lækna
hlutaðeigandi deildar.
Forstöðumaður er trúnaðarmaður læknaráðs sjúkrahúss-
ins, og ber honum að senda læknaráði árlega tillögur um
þær umbætur og framfarir, sem þurfa að koma til fram-
kvæmda í deildinni, og skal læknaráðið síðan fylgja þeim
eftir við stjórnarnefndina.
c) Deildarfundir skulu haldnir reglulega á fastákveðnum
stað og stund. Þar skulu rædd öll læknisfræðileg vanda-
mál, sem koma fyrir á deildinni, og stjórnunarleg vanda-
mál, svo sem læknaval á deildinni og framtíðarrekstur,