Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 19 öllum atriðum, hvernig verðleikar þeirra eru metnir, en oft mun ,,spítalareynsla“ eða doktorsnafnbót ráða úrslitum. Eins og nefndin hefur þegar tekið fram, er enginn grundvallar- munur á .sjúkrahúslækni og öðrum lækni. Allir íslenzkir sérfræðingar hafa starfað á sjúkrahúsum. í sumum tilfellum getur komið fyrir, að yfirlæknir hljóti stöðu vegna þess, að enginn sækir á móti honum. í öðrum tilfellum gæti komið til mála, að staðan væri veitt meira vegna stjórnmálalegra en faglegra verðleika. Ráðning gildir ævilangt, og hefur það ýmsa kosti frá sjónarmiði þess læknis, sem stöðuna hlýtur. í fyr.sta lagi hefur það nokkurn álitsauka í för með sér að vera gerður yfirlæknir spítala. í öðru lagi fylgir því talsvert fjárhagslegt öryggi til æviloka og ekki síður trygging fyrir afkomu fjölskyldu yfirlæknisins, ef hann fellur frá í starfi. í þriðja lagi gefst þessum lækni kostur á að stunda sjúklinga á spítala sem sérfræðingur, en það höfum við talið nauðsynlegt hverjum sérfræðingi. í fjórða lagi þarf læknirinn ekki að óttast að missa stöðu sína, þótt hann standi sig illa. Frá læknisfræðilegu sjónarmiði getur hins vegar annað orðið uppi á teningnum með ævilangri ráðningu. Það sjúkrahús eða deild, sem yfirlæknirinn veitir forstöðu, mun mótast af skoðunum hans, dugnaði eða ódugnaði í tugi ára, og aðrir sérfræðingar, sem ef til vill vinna á spítalanum eða deildinni, eru algjörlega undir hans stjórn og vinna á hans ábyrgð. í reyndinni verður það svo, að til yfirlæknisins veljast menn, er honum líkar við og hann „elur upp“ og hafa svipaðar skoðanir. Þeir, sem hafa lært eitthvað annað eða þykja of sjálfstæðir, gefast upp og fara. Enn aðrir sérfræðingar, sem koma heim frá námi og hafa eitthvað nýtt fram að færa, komast ekki inn á spítalana, vegna þess að yfirlæknirinn kærir sig ekki um að hafa nema fáa aðstoðarlækna til að stjórna. Vitanlega getur vel tekizt til um val yfirlæknis, en það getur líka tekizt illa til. Um eitt munu allir yfirlæknar í píramíðakerfi vera sammála, sem sé að þeirra eigin deild sé vel rekin, og venjulega geta þeir fundið eitthvað að deildum annarra yfirlækna. Ef yfirlæknirinn á heiðurinn af góðri spítaladeild, hlýtur líka ábyrgðin að falla á hann, ef deildin er slæm. Nefndin hefur skýrt frá því, að íslenzkir spítalar séu ekki nógu góðir og beimr því gagnrýni sinni að þeim aðilum, sem bera óskipta ábyrgð. Nefndinni finnst fráleitt, að opinber spítali, sem í dag kostar tugi milljóna af opinberu fé að byggja og reka og á að þjóna íbúum byggðar- lagsins eða landsins, geti orðið nokkurs konar einkasjúkrahús eða einka- deild eins Iæknis. Á deildarskiptum sjúkrahúsum hefur píramiðakerfið komizt í al- gleyming. Þar á hver yfirlæknir ekki sinn spítala, heldur sína deild. Afleiðingin er sú, að upp hafa komið „smákóngakerfi“, þar sem hver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.