Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 55

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 55
LÆKNABLAÐIÐ 133 7. Áverki á hjarta (laesio cordis). Álitið er, að áverki á lijarta komi oftar fyrir en greint er, en hjartanu getur verið hætta búin við iiögg, einkum á vinstri liluta brjóstkassa, t. d. við bifreiðaárekstur (stýrislijól), en einnig við fall úr töluverðri hæð. Arið 1955 tóku Bright og Beck1 saman skrá um 175 tilfelli af hjartaáverka. Af þeim voru 152 sjúklingar með rifu á einu eða fleiri hjartahólfum, sem ollu dauða, banamein 11 var hjartabilun (m^^ocard. insufficiens), án þess að lijartað rifnaði. Tólf lifðu og var sjúkdómsgreining þeirra: contusio myocardii. Bright og Beck álitu samt, að hundraðstala dauðsfalla væri ekki eins há og þessar tölur henda til, því að mörg tilfelli á contusio cordis væru ekki greind. Árið 1937 settu White og Glenby1 fram eftirfarandi niður- stöður viðvíkjandi höggi (trauma) á hjartastað: 1. Því alvarlegri sem áverki á brjóstvegg er, því meiri líkur eru á hjartasköddun. 2. Því veikara sem hjarta er fyrir, því hættara er því. 3. Því viðkvæmari (nervösari og sensitívari) sem sjúklingurinn er, þeim mun fleiri verða einkennin eftir áverka. Áverki á hjartavöðva, sem er afleiðing af höggi, getur verið mismunandi, allt frá smábletti með bjúg og smáblæðingum undir innra blaði gollurshúss (epicardium) eða innanhimnu hjartans (endocardium) og til fullkominnar rifu. Einkenni hjartaáverka, sem koma ekki alltaf fram við fyrstu skoðun, en þau greinast með aðstoð hjartalínurits, geta því verið mjög mismunandi, eða allt frá hreytingu á reglubundinni hreyf- ingu (rhythma) og ýmsum leiðslulruflunum og upp í bráða hjartahilun (insufficientia cordis). Horfur sjúklings eru ekki aðeins komnar undir úthreiðslu áverkans á hjartanu, heldur einnig undir því, hve áverkinn að öðru leyti er mikill, og því, hvernig sjúklingur svarar við með- ferð. I þessu sambandi er rétt að minnast á gollursblæðingu (hjarta-tamponade), þar sem Islóð safnast fyrir innan gollurshúss (haemopericardium). Aukinn þrýstingur innan gollurshússins veldur smám saman lækkun á slagæðaþrýstingi og hækkun á bláæðaþrýstingi. Þegar þrýstingurinn innan gollurshússins er orð- inn jafnhár þrýstingnum í holæðum (venae cavae), rennur ekki lengur blóð til hjartans, og orsakar það dauða.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.