Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1968, Síða 55

Læknablaðið - 01.06.1968, Síða 55
LÆKNABLAÐIÐ 133 7. Áverki á hjarta (laesio cordis). Álitið er, að áverki á lijarta komi oftar fyrir en greint er, en hjartanu getur verið hætta búin við iiögg, einkum á vinstri liluta brjóstkassa, t. d. við bifreiðaárekstur (stýrislijól), en einnig við fall úr töluverðri hæð. Arið 1955 tóku Bright og Beck1 saman skrá um 175 tilfelli af hjartaáverka. Af þeim voru 152 sjúklingar með rifu á einu eða fleiri hjartahólfum, sem ollu dauða, banamein 11 var hjartabilun (m^^ocard. insufficiens), án þess að lijartað rifnaði. Tólf lifðu og var sjúkdómsgreining þeirra: contusio myocardii. Bright og Beck álitu samt, að hundraðstala dauðsfalla væri ekki eins há og þessar tölur henda til, því að mörg tilfelli á contusio cordis væru ekki greind. Árið 1937 settu White og Glenby1 fram eftirfarandi niður- stöður viðvíkjandi höggi (trauma) á hjartastað: 1. Því alvarlegri sem áverki á brjóstvegg er, því meiri líkur eru á hjartasköddun. 2. Því veikara sem hjarta er fyrir, því hættara er því. 3. Því viðkvæmari (nervösari og sensitívari) sem sjúklingurinn er, þeim mun fleiri verða einkennin eftir áverka. Áverki á hjartavöðva, sem er afleiðing af höggi, getur verið mismunandi, allt frá smábletti með bjúg og smáblæðingum undir innra blaði gollurshúss (epicardium) eða innanhimnu hjartans (endocardium) og til fullkominnar rifu. Einkenni hjartaáverka, sem koma ekki alltaf fram við fyrstu skoðun, en þau greinast með aðstoð hjartalínurits, geta því verið mjög mismunandi, eða allt frá hreytingu á reglubundinni hreyf- ingu (rhythma) og ýmsum leiðslulruflunum og upp í bráða hjartahilun (insufficientia cordis). Horfur sjúklings eru ekki aðeins komnar undir úthreiðslu áverkans á hjartanu, heldur einnig undir því, hve áverkinn að öðru leyti er mikill, og því, hvernig sjúklingur svarar við með- ferð. I þessu sambandi er rétt að minnast á gollursblæðingu (hjarta-tamponade), þar sem Islóð safnast fyrir innan gollurshúss (haemopericardium). Aukinn þrýstingur innan gollurshússins veldur smám saman lækkun á slagæðaþrýstingi og hækkun á bláæðaþrýstingi. Þegar þrýstingurinn innan gollurshússins er orð- inn jafnhár þrýstingnum í holæðum (venae cavae), rennur ekki lengur blóð til hjartans, og orsakar það dauða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.