Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1968, Side 76

Læknablaðið - 01.06.1968, Side 76
150 LÆKNABLAÐIÐ LEIÐRÉTTING Læknablaðinu hafa borizt nokkrar leiðréttingar frá Helga Skúlasyni, f.v. augnlækni, við minningarorð hans um Pétur Jónsson lækni í síð- asta tölublaði. Á 53. bls., 9. 1. stendur: (infarct. myocordii), á að vera (infarct. myocardii). Á 54. bls., 7. 1. stendur: vinsemda, á að vera: vinsælda. 11. 1. stendur: liðlegur og æfður læknir, á að vera: liðlegur practicus. 18. 1. stendur: fimmtudaginn 4. marz, á að vera: mánudag- inn 4. marz. 22. 1. stendur: samlagsfélaga, á að vera: samlagsmeðlima. 34. 1. stendur: ekki, á að vera: aldrei. 35. 1. stendur: kofanum, á að vera: kofunum. Á 55. bls., 5. 1. stendur: lifað, á að vera: upplifað. FRÁ UNGUM LÆKNUM f REYKJAVÍK f des. 1967 tóku nokkrir ungir aðstoðarlæknar á sjúkrahúsum í Reykjavík sig til og mynduðu umræðuhóp i þeim tilgangi að ræða sam- eiginlega ýmis mál, er þá varða sérstaklega, þ. e. unga lækna án sér- fræðiréttinda. Leitazt hefur verið við að fá sem flesta til þátttöku og gengið vel. Hópurinn hefur komið saman á tveggja til þriggja vikna fresti, og hafa ýmis mál verið rædd, t. d. uppbygging sérnáms, heimilis- lækningar, ethisk mál, kjaramál, svo að eitthvað sé nefnt. Hafa um- ræður spunnizt um öll þessi mál og verið mjög gagnlegar, þar eð sá háttur er á hafður, að einn eða fleiri menn úr hópnum eru tilnefndir til að kynna sér ákveðin mál og lýsa þeim síðan á næsta fundi, en síðan hafa verið frjálsar umræður. Þannig hefur þátttakendum aukizt skiln- ingur á mörgum málum, og menn hafa fræðzt um ýmislegt, sem áður var þeim hulið. Hópurinn kallar sig umræðuhóp unglækna og er óformlegur hóp- ur áhugamanna í læknastétt um ýmiss konar félagsmál og skipulags- mál m. a. Er öllum læknum frjáls aðgangur að fundum hópsins, hafi þeir áhuga á umræðum um einhver áðurnefnd mál eða vilji þeir taka önnur til umræðu. Sé áhugi fyrir hendi, þarf einungis að hafa samband við undirrit- aðan eða Helga Þ. Valdimarsson, sími 14039, og verða þeir þá boðaðir á fundi. F. h. umræðuhóps unglækna, Eyjólfur Þ. Haraldsson, sími 50754.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.