Læknablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ
173
Breytingar í nærliggjandi líffærum
Slímubelgir liða (bursur) stækka eða geta myndazt að nýju.
1 þeim á sér stað sams konar bólga og lýst hefur verið í liðþelinu.
Á yfirborði sina, þar sem synovial frumur eru, geta enn fremur
orðið sambærilegar breytingar. Lymphocytaíferð sezt bæði í sina-
festubandvefinn og í sinar annars staðar. Þessi iferð er oft stað-
bundin. Stundum myndast drep, sem getur leitt til þess, að sin
slitni. Stundum líkist þetta drep rheumatoid noduli.
Breytingar í taugum og æðum liðpokans eru hinar sömu og
sjást annars staðar í líkamanum í sömu líffærum. I taugum sést
staðbundin lymphocytaíferð, en í æðum, einkum endarterial fib-
rosis. Pannus myndar pseudocystur í frauðbeinum, sem að liðnum
liggja. Auk þess sést rýrnun og beinstökkvi (osteoporosis).
Breytingar í líffærum, öðrum en liðum
Lýst hefur verið breytingum í leðurhúð, sogæðakerfi, hjarta,
ósæð, slagæðum, bláæðum, lungum, barkakýli, taugakerfi, vöðv-
um og innrennsliskirtlum. Auk þess er sekunder amyloidosis einn
af fylgikvillunum (sjá síðar).
Gangur sjúkdómsins er misjafn, eins og tekið hefur verið
fram af öðrum í þessum erindaflokki, og khniskt er talað um
ákveðin form sjúkdómsins, svo sem arthritis rheumatoides juven-
ilis eða 'Still’s sjúkdóm. Felty’s syndrom, malignant arthritis
rheumatoides. Yfirleitt er um sams konar vefjabreytingar að
ræða. Helzti mismunurinn er e. t. v. sá, að við hin hraðgengari
form er þátttaka sogæðakerfisins meira áberandi, meiri miltis-
stækkun, meira blóðleysi o. s. frv.
Eftirfarandi tafla sýnir dreifingu dánarorsaka í 50 krufning-
um sjúklinga með arthritis rheumatoides:
Banamein 50 sjúklinga með arthritis rheumatoides samkvæmt
krufningum 54—60 ára
Hjarta- og lungnasjúkdómar 16
Æxli 10
Nýrnasjúkdómar, þ. á m. amyloidosis 9
Eftir aðgerðir 6
Bólgusjúkdómar 3
Slys 1
Merglömun 1
Ymislegt 4
50