Læknablaðið - 01.10.1969, Síða 58
174
LÆKNABLAÐIÐ
Hnútar í leðurhúð (noduli)
eru fyrir hendi hjá finimtungi sjúklinga. Þeir eru algengastir, þar
sem yfirhorðið verður fyrir miklu hnjaski. Þeir verða stærstir um
þrír cm. Þótt þeir finnist aðallega í leðurhúðinni, hafa þeir fund-
izt í líffærum, svo sem dura, brjósthimnu, í lungum samfara
lungnaryki (pneumoconiosis) og við rót hjartaloka.
Áður var getið um svipaðar breytingar í sinum. Stundum
finnst einn hnútur, og stundum eru þeir fleiri. Þeir stækka hægt,
og á þá geta komið sár, sem geta haft í för með sér hættu á ígerð-
um. Við smásjárskoðun sést, að í miðjunni er fibrinoiddrep, sem
áður hefur verið lýst, en utan við það raða lymfocytar og mono-
cytar sér, svo að þetta líkist geislum út frá drephlettinum. Unnt
er að sýna fram á reticulin-þræði, sem liggja heilir i gegnum
hlettinn. Enn fremur hefur verið sýnt fram á gammaglobulin í
drepinu.
Sogæðakerfi
Miltisstækkun, eitlastækkanir og hlóðleysi eru þær breytingar,
sem áþreifanlegastar eru. Eftirfarandi tafla sýnir miltisþunga og
lifrarþunga 30 sjúklinga með arthritis rheumatoides og 30 saman-
hurðartilfella af sama kyni og á sambærilegum aldri:
Milti Lifur
A R sjúklingar 224 g 1490 g
Samanb. sjúkl. 120 g 1435 g
Mismunur 104 g 55 g
Corpora Mal])higii miltans eru mörg og stór, og nokkuð ber á
dreifðri plasmafrumuíferð. Þar getur auk þess sézt amyloidosis
(sjá síðar). Að öðru leyti er ekkert athugavert við smásjárskoðun
á milti.
Eitlar eru oft stækkaðir. Við smásjárathugun sést mikil hyper-
plasia á kímsentrum, sem eru bæði slór og mörg. Þar sést plasma-
frumuiferð og stundum amyloidosis eins og í milti.
Ekki eru orsakir blóðleysisins ljósar. Yfirleitt er ekki skortur
á járni i merg eða líkamsvökvum. Frumur mergs eru eðlilegar;
þó hefur kjarnahlóðtölum (normohlastae) oft fækkað. Ævilengd
hlóðkorna er sennilega stytt. Stundum sést hyperplasia lymphoides
peribronchialt í lungum.
Amyloidosis
er algeng hjá sjúklingum með arthritis rheumatoides. Tíðnin, sem
gefin er upp, er breytileg frá 9%—20%. Amyloidið finnst einkum