Læknablaðið - 01.10.1969, Síða 74
188
LÆKNABLAÐIÐ
Fyrir nokknun árum var gefið út á vegum lyflæknisdeildar
Borgarspítalans fjölritað hefti, þar sem sjúklingar fengu til lest-
urs æfingaaðferðir og fyrirmæli um daglegar æfingar. Hefti þetta
var sniðið eftir bandarískri fyrirmynd. Væri verðugt verkefni
Giktsjúkdómafélagi islenzkra lækna að gera notkun heftisins al-
mennari en hún er.
Tíminn leyfir ekki umræður um frekari endurhæfingu liða-
giktarsjúklinga. Á það skal eitt drepið, að ábyrgð læknis er nokkur
gagnvart félagslegum aðstæðum sjúklings um framtíð hans, þegar
um er að ræða sjúkling með byrjandi liðagikt. Á læknir að gera
slíkum sjúklingi ljóst, að hann verði að gera ráðstöfun varðandi
atvinnu í framtíðinni? Á að ráðleggja honum að skipta um atvinnu,
á meðan líkamlégt ástand kemur ek'ki enn í veg fyrir þau atvinnu-
skipti og núverandi atvinna er óheppileg gagnvart sjúkdómnum?
Á að ráðleggja honum skólagöngu eða nám í því sambandi? Þannig
má lengi telja. Augljóst er, að auðveldara er að framkvæma slíkar
breytingar á byrjunarstigi sjúkdómsins en siðar.
Heimildir:
1. Licht, S.: Therapeutic Exercise, Vol. III; Physical Medicine
Library, 1958.
2. Rusk, H.: Rehabilitation Medicine.
3. Hollander, J. L.: Arthritis and Allied Conditions, Útg. Lea and
Febiger, Philadelphia, 1966.