Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1970, Page 27

Læknablaðið - 01.04.1970, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ 49 aðferðinni. Þó virðist, þegar athuguð eru þau sjúkdómstil- felli, sem skýrt hefur verið frá, að árangurinn sé þar engu betri, t. d. urðu óstarfhæfir þrír af fimm leiðurum, sem skildir voru eftir innan lífhimnu af Jose.13 3. „Plastik“ alls konar hefur verið reynd, t. d. hrottnám, þeg- ar þrengslin hafa verið stutt, og „end-to-end“-tenging; einn- ig Boari-plastik (flipi frá þvagblöðru), þegar anastomosan er mjög neðarlega í leiðara. Þá má og gera pelvo- eða uretero enterovesico-stomia og fleira. 4. Nephro- eða pyelostomia er sú meðferð, sem í mörgum til- fellum er heppilegust sem fyrsta aðgerð vegna þess, að: a) aðgerðin er lítið álag fyrir sjúkling, miðað við stæm plastískar aðgerðir. En þessir sjúklingar eru einmitt í byrj- un mjög veikir, og má þá hugsa sér plastískar aðgerðir á þvagleiðara síðar meir. b) mörg nýru í R.F. eru þegar orðin mjög léleg eða ónýt og fara aldrei í gang aftur; en að raun um það kemst mað- ur ekki fyrr en síðar, og þá er að sjálfsögðu út í hött að vera að gera stóraðgerðir á þvagleiðara. c) oft er erfitt að losa þvagleiðarann úr örvefnum og hætta á, að hlóðrás hans sé eyðilögð, meðan á því stendur, og drep fylgi í kjölfarið í þeim hluta. d) sjálfkrafa bati er algengur. Hægt er að fylgjast með rennslinu frá nýranu og niður í blöðru með „antegrad“ pyelografi. Með i.v.p. og „antegrad“ pyelografi má komast að raun um starfshæfni nýrans og hvort rennslishindrun hafi horfið. Þannig er oft komizt lijá því að gera stærri og oft tvísýnar aðgerðir. Séu báðir leiðarar flæktir í örvefsberðið, má gjarnan gera mið- línuskurð og samtímis lagfæra báðum megin gegnum þennan eina skurð. UMRÆÐUR OG ORSAKIR Orsakir eru óljósar. Kendall telur líklegt,14 að þessi samsteypa af breytingum finnist í sambandi við ýmsa sjúkdóma eða séu breytingar af ýmsum uppruna. Ónæmiskenningin. Hjá framangreindum sjúklingi eru nokk- ur atriði, sem eru verð þess að athuga nánar í sambandi við or- sakaleit. Eftir tveggja vikna slappleika veikist sjúklingur skyndi- legg með háum hita og mjög mikjlli almennri vanlíðan. Sökk er

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.