Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1970, Síða 32

Læknablaðið - 01.04.1970, Síða 32
54 LÆKNABLAÐIÐ ans stífur orðinn af æxlisvexti og dreifing víða í kvið, sem er þá orðinn fullur af vökva. Murray lýsir sjúklingi, sem fyrst vitjaði læknis með bjúg á hægra fæti og ytri kynfærum, en þetta hvarf.17 Fimm mánuðum siðar kom sjúklingurinn inn með þvagleysi. Hafði hann þá ör- vefsberði í fossa iliaca beggja megin og einnig örvefshreytingar í duodenum, sem ollu stíflun (ohstructio). Smásjársýni sýndu einungis örvefsbreytingar. Þessi sjúklingur lézt síðar. Fannst við krufningu allútbreidd örvefsmyndun, en á nokkrum stöðum desmoplastiskur transissionell-frumukrabbamein með squamos metaplasiu, án þess að uppruninn væri þekktur, en lielzt var grun- ur um krabbamein frá þvagleiðara. Hjá áðurnefndum sjúklingi er hh. 9,1 gr% við fyrstu komu og hafði sterka tilhneigingu til að lækka (lægst 7,8 gr%), en hækkar og helzt stöðugt, eftir að sjúklingnum fer að batna. Við endurkomu vegna magaæxlis í lok september er hh. 12,9 gr%. Hefði blóðleysið orsakazt af illkynja vexti sem slíkum, er vafa- samt, að hb. hefði hækkað og haldizt stöðugt. Samræmist því hlóðleysið hetur ónæmiskenningunni, hver svo sem orsök þess liefur verið. Hefði hér verið um illkynja vöxt að ræða, myndu þær breytingar tæplega hafa gengið til baka sjálfkrafa. Þessi sjúkl- ingur fékk enga aðra meðferð en nýrnaskurð (nephrostomia), en eins og áður er sagt, hurfu þrýstingseinkenni á þvagleiðarana á nokkrum vikuni án annarrar meðferðar. Liklegt má telja, að krabbameinið hafi verið fyrir hendi þegar frá upphafi. Mætti þá liugsa sér, að afturbatinn hefði stafað af breyttu ástandi krabba- meinsónæmis. Battke finnur „óspecií'ica“ örvefsmyndun bak við kviðarhols- himnu og 16 mánuðum síðar lítils háttar l)ólgu á einum stað í þvagblöðru.1 Ári síðar finnst reticulo-endothel æxli í þvagblöðr- unni. Trever lýsir einu tilfelli með R.F., þar sem sýni frá örvefs- l)reytingum sýndu engar illkynjabreytingar, en löngu seinua fannst eitill í mesenterium með reticulocell-sarcoma breytingum.27 Kendall skýrir frá örvefsmyndun frá nýra og niður á miðjan þvagleiðara, þar sem smásjárskoðun á sýni, sýndi venjulegan örvef, en sýni frá eitli i handarkiáka grun um Hodgkin’s disease með kalkbreytingum.14 Einnig voru breytingar á lungum á rönt- genmyndum, sem teknar voru og höí'ðu staðið í sex ár. Þvagleiðari var losaður hægra megin á þessum sjúklingi, og vinstra megin var gefin geislameðferð. Þakkar Kendall geisla-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.