Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1970, Síða 50

Læknablaðið - 01.04.1970, Síða 50
60 LÆKNABLAÐIÐ Ríkisspítalasamningurinn var um margt frábrugðinn samningum við Reykjavíkurborg. Vinnutímanum var skipt niður í eyktir, 3 stund- it' hver, og hver eykt verðlögð. Eftir þessu samningsformi var hent- ugt að ráða lækna, hvort heldur hluta úr degi eða í fullt starf, en skipti að öðru leyti ekki neinu megin máli. í samningum var sleppt þeim hlunnindum, sem tilgreind voru i Borgarsamningum, en hann var a. ö. 1. lagður til grundvallar um launagreiðslur. Þessi hlunnindamissir var bættur með nokkurri fjár- hæð, þannig að laun skv. þessum samningi voru hærri launagreiðsl- um Borgarsamningsins, sem þessari fjárhæð nam. Læknum var Ijóst strax í upphafi, að uppbæturnar fyrir missi þessara hlunninda voru of lágt reiknaðar. Sum fríðindin var erfitt að meta í peningum, s. s. launagreiðslur í veikindaforföllum. Kostnað vegna siglinga var einnig vandasamt að áætla. Hætt var við, að sá kostnaðarliður raskaðist læknum í óhag, þegar fram í sækti, vegna óstöðugs gengis íslenzku krónunnar og/eða hækkandi verðlags er- lendis. Hefur það áþreifanlega komið á daginn. í samningum var tek- ið fram, að lækni í fullu starfi væri heimilt að vinna eina eykt á eigin stofu í viku, en ekki sinna öðrum störfum utan sjúkrahússins, nema sérstakt leyfi spítalastjórnar kæmi til. Ákvæði um allt að 50 klst. vinnuviku og greiðslur fyrir vaktir og útköll á þeim voru hin sömu og í samningnum við Reykjavíkur- borg. Síðari Samningum þeim við Reykjavíkurborg og stjórnar- samningagerðir nefnd ríkisspítalanna, sem hér hefur verið lýst, hef- ur verið sagt upp árlega, en verið endurnýjaðir, án meiri háttar breytinga. Inn í samninginn við Reykjavíkurborg hefur fengizt ákvæði um, að ekki yrðu ráðnir að sjúkrahúsum borgarinnar aðrir læknar en þeir, sem væru félagar í Læknafélagi íslands eða svæðafélögum þess. Inn í ríkisspítalasamninginn hefur fengizt ákvæði um sérstaka þókn- un til sérfræðings, sem gegni yfirlæknisstörfum til bráðabirgða; enn fremur skuldbinding um, að ekki yrðu lausráðnir að ríkisspitölum aðrir læknar en þeir, sem eru félagsmenn í Læknafélagi íslands eða svæðafélögum þess. Þá fékkst og á síðasta ári nokkur hækkun inn í laun ríkisspítala- samningsins vegna aukins kostnaðar við siglingar og hækkaðs bifreiða- styrks, sem læknar hjá Reykjavíkurborg hafa orðið aðnjótandi. Stefna Um árabil hafa læknasamtökin óskað eftir að læknasamtakanna fá í eigin hendur samningsrétt um kjaramál allra í launamálum félaga sinna. Vegna óánægju með forsjá BSRB sagði Læknafélag íslands sig úr þeim samtökum árið 1964. Með aðgerðum sínum 1966 öfluðu sjúkrahúslæknar í Reykja- vík félagi sínu — Læknafélagi Reykjavíkur — samningsréttar um mál sín. Á aðalfundi Læknafélags íslands síðar á sama ári var lýst yfir fylgi við þessa stefnu.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.