Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1970, Qupperneq 52

Læknablaðið - 01.04.1970, Qupperneq 52
62 LÆKNABLAÐIÐ urðu að sinna. Menntunarskilyrði voru léleg, þar á meðal ekkert lækn- isfræðilegt bókasafn á háskólaspitalanum. Óhætt er að segja, að uppsagnir lækna 1962 og 1965 og baráttan, sem fylgdi í kjölfar þeirra, hafi á ýmsan veg haft heilladrjúg áhrif í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Þessar aðgerðir ýttu við forystumönn- um heilbrigðismála og áhugi vaknaði á þeim meðal leikra og lærðra. Ráðherra skipaði í desember 1965 nefnd lækna til að kanna lækn- isþjónustuna á spítölum og gera tillögur til úrbóta. Skilaði hún ýtar- legu áliti eftir gagngerðar athuganir og skýrslnasöfnun. Flýtt var byggingu Landspítalans. Byggð var viðbót við Hjúkrunarskólann. Haldnar voru ráðstefnur um heilbrigðismál. Læknar hafa fengið betri starfsaðstöðu á sjúkrahúsum. Bókasafn er komið á Landspítalann. Nýjar rannsóknadeildir hafa tekið til starfa. Síðast, en ekki sízt hafa verið stofnuð læknaráð við spítalana, þar sem allir læknar hlutaðeig- andi sjúkrahúsa eiga sæti og geta fylgzt með málum og haft áhrif. Nefndir eru teknar til starfa á vegum þessara ráða, sem eiga að gera tiilögur um og vinna að ýmsum málum, s. s. auknum og bættum sam- skiptum milli deilda, fræðslumálum lækna, skynsamlegri og hnit- miðaðri þróun í byggingamálum hlutaðeigandi stofnunar, hverjar lágmarkskröfur skulu gerðar til sjúkrahúsþjónustu o. s. frv. Eftir stofnun þessara læknaráða var gamla yfirlæknaráðið lagt niður. Um öll þessi mál var fjallað meira og minna í kröfugerð lækna 1965—66, en mörg veigamikil atriði eru ótalin. Má þar nefna stofnun vísindasjóðs við spítalana, sem gerði læknum kleift að gefa sig að rannsóknum og úrvinnslu ýmissa verkefna, sem hafa hrúgazt upp á undanförnum árum. Læknar gengu frá reglugerð fyrir slíkan sjóð við Landspítalann árið 1968, en tekjuöflunarleiðir fengust ekki samþykkt- ar, og málið strandaði. Væntanlegir samningar Nýir samningar við stjórnarnefnd ríkisspítalanna og Reykjavík- urborg standa nú fyrir dyrum. Læknafélag Reykjavíkur hefur sett fram samningsuppkast, sem á að túlka það meginsjónarmið, að launakjör sjúkrahúslækna nú verði hlutfallsleg við þau, sem náðust 1966, þó að lagt sé til, að samning- arnir verði nú að sumu leyti öðruvísi uppbyggðir. Áformað er að gera sams konar samning við báða þessa aðila. Launaákvæði ríkisspítalasamningsins eru lögð til grundvallar föstum launum, þó þannig, að vinnueiningum (eyktum) fækkar úr 15 niður í 12 á viku fyrir þessi laun, og hækkar því greiðslan fyrir hverja eykt. Um leið væri ákvæðið um allt að 50 klst. vinnuviku í eldri samningn- um afnumið. Lagt er til, að læknar fái laun í orlofi og námsferðum til útlanda. Samið skuli sérstaklega um greiðslu kostnaðar vegna námsferða til útlanda. Greiðslu fyrir bundnar vaktir verði breytt í annað horf en verið hefur, t. d. samið verði um fastar greiðslur, en þá jafnframt settar skorður við of miklu vinnuálagi á vaktinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.