Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1970, Page 53

Læknablaðið - 01.04.1970, Page 53
LÆKNABLAÐIÐ 63 Þegar samið var við Reykjavíkurborg 1966, var margsinnis tekið fram af hálfu samninganefnaar lækna, að ákvæðið um allt að 50 klst. vinnuviku viðurkenndu þeir aðeins í orði, en ekki á borði. Til fram- kvæmdar þess mætti ekki koma nema í algerum undantekningum eða neyðartilfellum. Venjuleg dagvinna ætti að miðast við 36 klst. á viku, sem fram að þessu hefði verið talinn hæfilegur vinnutími lækna, m. a. í úrskurði Kjaradóms 1963. Á þessum forsendum og til að gera samn- inganefnd Reykjavíkurborgar auðveldara um að túlka samninginn út á við og fá hann samþykktan kvaðst launanefndin láta óátalið, þó að þetta vinnutímaákvæði stæði í samningnum. Sömu sjónarmið voru sett fram síðar, þegar kom að samningum við stjórnarnefnd ríkis- spítalanna. Fljótlega kom í Ijós við framkvæmd samninganna, að sumir læknar urðu illilega úti fyrir þessu ákvæði, fyrst og fremst þeir, sem sinntu bundnum vöktum (kandídatar), svo og læknar á ýmsum þjónustudeildum, s. s. röntgendeildum og Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg. Heyrzt hefur, að á einu sjúkrahúsinu hér í borg standi bein- línis til að skipuleggja vinnuna m. t. t. þessa 50 klst. ákvæðis. Þeg- ar svo er komið, er brýn nauðsyn að fá þetta ákvæði numið í brott í næstu samningum. Læknar telja þetta sanngjarna kröfu og í fullu samræmi við þann skilning, sem þeir hafa ávallt lagt í þetta ákvæði og hefur verið lýst hér á undan. Við hverja árlega endurnýjun samn- inganna hefur kröfum lækna um brottfellingu þessa vinnutímaákvæð- is verið harðlega neitað. Það mun eflaust kosta baráttu og átök að fá því framgengt, sem og öðrum þeim breytingum, er gerðar hafa ver- ið tillögur um. Sjúkrahúslæknar hafa staðið saman í baráttu sinni fyrir bætt- um kjörum og vinnuskilyrðum síðasta áratuginn. Ekki er að efa, að svo verði framvegis. Reynslan hefur sannað, að þeim er hollast að fela ekki öðrum forsjá máefna sinna. LEIÐRÉTTING í umsögn í febrúarhefti Lbl. um doktorsritgerð Guðmundar Björns- sonar læknis, The Primary Glaucoma in Iceland, var gefið til kynna, að minni hópur einstaklinga (2.872), sem höfundur hafði athugað með kerfisbundinni leit, væri sambærilegur við stærri hóp (27.715), sem hann hafði at'hugað á 14 ára starfstímabili. Þykir rétt að vekja á því athygli, að ólík aldursmörk liggja til grundvallar í þessum tveim hóp- um. í hinum minni hópi náði rannsóknin (kerfisbundna leitin) ein- göngu til einstaklinga, sem voru 50 ára og eldri.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.