Læknablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ
23
C.I. (cardiac index) er hjartaútfall (C.O.) miðað við líkams-
yfirborð (líter/mín/m2 líkamsyfirborðs).
, cardiac index
Stroke mdex er ----------------
hjartsláttarhraði
T.P.R. (total perifer resistence, æðamótstaða) er reiknuð út:
—' ^ ■'■ (hjai'taútfall )=mmHg/ml/mín.
C.O.
Hjartaútfall var mælt fyrir og tveimur mínútum eftir lyfjagjöf-
ina.
Niðurstöður
Niðurstöður rannsóknarinnar birtast i 1. töflu. Meðaltal blóð-
þrýstingsins (M.A.P.) var 132±16,3 fyrir diazoxide lyfjagjöfina,
en féll niður í 106±13,6 að meðaltali tveimur mínútum eftir lyfja-
gjöfina. Blóðþrýstingurinn lækkaði því um 20%±10,1, og var
greinileg blóðþrýstingslækkun hjá öllum sjúklingunum.
Hjartsláttarhraðinn (H.R.) jókst að meðaltali úr 71 ±15,3 í
92±10,2 eða um 30% ±14,1.
Hjartaútfallið (C.I.) jókst mjög greinilega hjá öllum sjúkl-
ingunum. Meðaltal var 2870±525 ml/mín/m2 fyrir og 3990±850
ml/mín/m2 eftir lyfjagjöfina og jókst því um 42%±9,8.
Stroke index eða hjartaútfall við hvert hjartaslag (miðað við
líkamsyfirhorð) breyttist hins vegar mjög lítið, var að meðaltali
41 ±6,7 ml/m2 fyrir og 44±8,4 ml/m2 eftir, að diazoxide liafði
verið gefið. Aukning var því 7% ±8,3, cn tölur þessar voru mjög
breytilegar frá einum sjúklingi til annars og geta ekki talizt
marktækar.
Smáslagæðamótstaða minnkaði hins vegar mjög greinilega
hjá öllum sjúklingunum; var að meðaltali .024±0.0051 nnnHg/
ml/mín fyrir og ,014±0.0025 mmHg/ml/min eftir lyfjagjöfina
og minnkaði því um 42% ±9,8.
Þrír sjúklinganna höfðu tekið blóðþrýstingslækkandi lyf reglu-
lega til þess dags, er rannsóknin fór fram, nr. 10 ismelin 75 mg
og nr. 11 og 12 propranolol (inderal) 160 mg á dag. Voru niður-
stöðutölur þær, er fengust hjá þessum sjúklingum, ekki frá-
brugðnar tölum Jieirra, er engin lyf tóku. Allir sjúklingamir
virtust þola lyfjagjöfina vel, og engar sérstakar aukaverkanir
komu fram.