Læknablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 40
10
LÆKNABLAÐIÐ
Þrír sjúklingar — eða 9% — mega teljast óvinnufærir og
hafa veruleg óþægindi. Telja má sennilegt, að þessir sjúklingar
hafi fengið ósvikinn afturkipp (recidiv), þ. e. í þessu tilviki
brjósklos i sama liðbili og sömu megin og í upphafi. Eftir flokkun
Barr o. fl. mundu þessir fimm sjúklingar (16%) lenda í flokkn-
um lélegur árangur og enginn árangur og þá vera sambærilegur
við 11% hjá þehn,11 3 en ekki við afturkippatíðni (recidivation
frequency) höfunda á Norðurlöndum.
Tuttugu og átta sjúklingar — eða 90% — eru fullvinnufærir,
en sjö af þeim hafa fengið sér léttari vinnu.
Hjá okkur eru 61% — eða 19 sjúklingar — alveg einkenna-
lausir, og er sá liundraðshluti viðunandi árangur, ef miðað er
við árangur annarra, shr. O’Connell með 60.7%, Lindgren og
Dahlgren báðir með 58%, Barr með 70% svo til alveg einkenna-
lausa (good to excellent) og Waris með 41%.° 10 8 11 12
Lokaárangur lyflækningameðferðar og skurðmeðferðar við
l>rjósklosi í mjóbaki er af mörgum talinn vera svipaður, þ. e.
80-90% batnar, og 60-70% verða góðir eða ágætir. Hins ber
þó að geta, að afturkippatíðni er miklu hærri við lyflækninga-
meðferð — eða 20-30%. I uppgjöri slíkrar meðferðar hjá Söder-
herg er þessi tíðni 21%.5
Ytrehus lýsir árangri lyflækningameðferðar hjá 256 sjúkl-
ingum tveim lil átta árum eftir meðferð. Þess her þó að geta,
að hann hyggði sína sjúkdómsgreiningu aðallega á tveim höfuð-
einkennum; svæsnumrótarverkjum og' jákvæðu Lasegue-einkenni,
þannig að sjúklingar með aðra sjúkdóma, sem gefa svipuð ein-
kenni, kunna að hafa slæðzt með. Ytrehus komst að raun um,
að 34% voru alveg einkennalausir, 37% höfðu einhver einkenni,
on voru í fullri vinnu, og um 30% höfðu fengið afturkipp.13
Arangur Boysens (431 tilfelli) er mjög áþekkur.14
Colonna gerði eftirrannsókn á 29 sjúklingum, sem samkvæmt
skoðun og myelografi höfðu brjósklos. Sjúklingarnir fengu allir
lyflækningameðferð. Lokaárangur varð sá, að 29% voru alveg
einkennalausir, 71% höfðu einliver einkenni, en 32% höfðu
fengið afturkipp.15 Flestir munu vera sammála um, að 30%
sjúklinga með hrjósklos batni af sjálfu sér (spontant) í fyrsta
skipti, sem þeir fá kast, og margir eru síðan einkennalausir í
langan tíma (Barr 1951).10
'Sjúklingar, sem undirgangast lvflækningameðferð, dvelja að
jafnaði talsvert lengur í sjúkrahúsi en þeir, sem fá skurðmeð-
l'erð. 1 uppgjöri á lyflækningameðferð hjá Ytrelnis var sjúklingur