Læknablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 46
16
LÆKNABLAÐIÐ
helztu orsakir þess, að meðferð
giktsjúkra sé ábótavant, eftir-
farandi:
1. Kostnaður við langvarandi
meðferð liðagiktar er mikill.
2. Rýrar tekjur hinna gikt-
veiku.
3. Fæð giktlækna.
4. Áhugaleysi lækna varðandi
gilctsjúkdóma.
5. Hinar mörgu tegundir gikt-
sjúkdóma og skortur á
staðli til hjálpar í greiningu
þeirra.
6. Erfiðleikar á að fullnægja
þörf þessara sjúklinga á
samhæfðum lækningum inn-
an hinna ýmsu sérgreina
læknisfræðinnar.
7. Vanþekking almennings á
þessum sjúkdómum.
Til úrbóta beita bandarísku
samtökin eftirtöldum ráðum:
1. Efla og samræma rannsókn-
ir á eðli og orsök giktsjúk-
dóma.
2. Vcita styrki þeim, sem geta
stýrt rannsóknum eða kennt
öðrum meðferð giktsj úk-
dóma.
3. Samræma störf rannsókna-
stol’nana og læknaskóla varð-
andi rannsóknir og kennslu
giktsjúkdóma.
4. Kynna læknum þá mögu-
leika, sem til eru í mcðferð
giktsjúkdóma, og efla upp-
lýsingastarfsemi.
5. Vinna að bættri aðstöðu til
meðl'erðar giktsjúkra, eink-
um með því að vekja at-
liygli heilbrigðisyfii'valda á
vandamálum þeirra og
hvetja heilbrigðisyfirvöld til
meiri átaka í baráttunni við
giktina.
6. Auka þekkingu almennings
á gikt.
7. Vinna að hóprannsóknum á
■giktsj úkdómum.
8. Koma á staðli í skoðun og
rannsókn á giktveikum, svo
að árangur lyfjameðferðar,
skurðlækninga og endurhæf-
ingar megi dæma á raunhæf-
an liátt.
Það er óþarfi að eyða mörg-
um orðum að því, að við Is-
lendingar stöndum höllum fæti
gagnvart nágrönnum okkar á
sviði giktlækninga.
Hérlendis er engin sérhæfð
deild í meðferð giktsjúkra og
engin skipulögð kennsla í gikt-
sjúkdómum. Heilsuhæli og end-
urhæfingarstöðvar, sem taka
giktveika til meðferðar, eru
rekin af óskyldum aðilum, svo
sem Náttúrulækningafélaginu,
SlBS og Styrktarfélagi lamaðra
og fatlaðra og Sjálfshjörg, sam-
handi fatlaðra, sem cr nú að
reisa myndarlegt lnis vfir starf-
semi sína.
Þetta er allt saman góðra
gjalda vert, en ekki gert bein-
línis með þarfir giktarsjúklinga
í huga og er því að sumu leyti
ófullnægjandi giktsjúkum.