Læknablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 54
20
LÆKNABLAÐIÐ
slagæðamótstaða (perifer resistance) eykst, en síðar ganga þessar
breytingar svo að einhverju leyti til l)aka, hjartaútfall verður eðli-
legt eða aukið og æðamótstaða minnkar, en blóðþrýstingslækkun
helzt.J 2
Það vakti því mikla athygli, er i ljós kom, að diazoxide heldur
í salt í líkamanum (natrium retention), eykur hjartaútfall og
minnkar smáslagæðamótstöðu (perifer resistance), en lækkarsamt
hlóðþrýstinginn. Það er kröftugra lyf en chlorothiazid, en vegna
aukaverkana liefur ekki reynzt unnt að nota lyfið til langframa
við meðferð sjúklinga með hækkaðan hlóðþrýsting. Helztu auka-
verkanir eru hækkaður hlóðsykur og hirsutismus, en einnig getur
minnkaður útskilnaður á natríum valdið bjúg.
Diazoxide hækkar hlóðsykur með þvi að hæla niður insúlín-
framleiðslu (secretion),3 og hefur j)essi verkun lyfsins verið
notuð við meðferð á blóðsykurskorti (hypoglycæmia).4 Þótt ekki
hafi reynzt mögulegt að nota lyfið lil langframa við meðferð á
blóðþrýstingi, hafa rannsóknir síðustu átta árin hins vegar leitt
í ljós, að lyfið er mjög öruggt og kröftugt til skyndilækkunar
á blóðþrýstingi, og rannsókn sú, sem hér verður lýst, var gerð
til að meta skyndileg áhrif lyfsins á sjúklinga með háan blóð-
þrýsting og til að fylgjast með hemodynamiskum breytingum
hjá þeim strax eftir lyfjagjöfina.
Rannsóknaraðferð
Rarinsókn sú, sem hér verður lýst, var framkvæmd við Re-
searcli Division, Cleveland Clinic, Cleveland, Ohio, undir yfir-
umsjón Harriet Dustan M.D. og Edlward Frohlich M.D. og er
aðeins hluti af víðtækum b 1 óðþrýstingsrannsóknum þar. Hefur
rannsóknaraðferðinni verið lýst nánar í fyrri skrifum þeirra.5
Gerðar voru hemodynamiskar mælingar á tólf sjúklingum
(tíu körlum og tveimur konum) með háan blóðþrýsting (hyper-
tensio arterialis) bæði fyrir og eftir diazoxide-gjöf. Tíu sjúkl-
ingar höfðu hypertensio essentialis, en tveir sjúklingar hyper-
tensio renovascularis. Hjá níu sjúklingum hafði lyfjagjöf verið
hætt a. m. k. einum mánuði fyrir rannsóknina, en þrír sjúldingar
tóku enn þá lyf við hækkuðum blóðþrýstingi, er rannsóknin fór
fram (sjá 1. töflu).
Tilgangur rannsóknarinnar var að fylgjast með hlóðþrýstings-
lækkandi áhrifum lyfsins, eftir að það hafði verið gefið hratt í
æð (intravenöst), og að fylgjast með áhrifum þess á æðakerfið
(hemodynamisk áhrif). Gefin voru 300 mg diazoxide í æð á