Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1971, Page 14

Læknablaðið - 01.06.1971, Page 14
76 LÆKNABLAÐIÐ Katrín Thoroddsen tók sæti varamanns á 'Alþingi um skeið liaustið 1945, en var síðan landskjörinn alþingismaður á árun- um 1946-49, átti sæti á 5 þingum alls. 1 undirbúningsnefnd Heilsuverndastöðvar Reykjavíkur var Katrín frá 1946 og í undirbúningsnefnd Borgarspítala Reykja- víkur frá 1949, en lagði niður störf í þeirri nefnd. Hún var í bæjarstjórn Reykjavíkur 1950-54 og átti sæti i barnaverndar- nefnd um skeið. Þó að Katrín Tboroddsen væri ekki fyrsti kvenlæknir, sem útskrifaðist frá Háskóla íslands, var hún engu að síður fvrsti kvenlæknir, sem settist að í böfuðstaðnum og tók þar til starfa. Samkvæmt hefðbundnum venjum var læknisfræðin þá enn for- réttindasvæði karlmannsins, og kona þurfti ci lítinn kjark til að leggja til atlögu á þeim vettvangi. Þetta var þeim mun meira þrekvirki sem Katrín Thoroddsen var í innsta eðli sínu óvenju- lega lilédræg kona og með öllu frábitin því að láta á sér bera. Helzt hefði hún kosið að geta horfið i fjöldann og unnið störf sín í kyrrþey. Hlutskipti Katrínar Thoroddsen varð þó allt ann- að. Sem brautryðjandi varð bún fljótlega að gerast bardaga- kona og eyða miklum bluta ævi sinnar í sviðsljósinu. Óleyst verkefni á sviði barnalækninga og hagsmunamála barna almennt voru mjög mörg, og Katrín Thoroddsen lagði ótrauð til atlögu við þau verkefni og lét ekki á sig fá, þó að lnin yrði þar með að ganga í berhögg við hlédrægni síns innsta eðlis. Ekki l'ór bjá því, að Katrín Thoroddsen hlyti að gerast tals- maður nýbreytni, sem braut á ýmsan hátt í bága við liefðbund- inn hugsunarhátt alls þorra manna. Hún hlífði sér hvergi í bar- áttunni fyrir því, sem betur mátti fara að hennar dómi, og fékk oft miklu áorkað. En eins og sérhver brautryðjandi öðlaðist Katrín Thoroddsen bæði öfluga fylgismenn og andstæðinga í skoðunum. En þeir, sem til þekktu, gátu aldrei dregið i efa eindrægni, ósér- hlífni og mannkærleika Katrínar Thoroddsen, jafnvel ekki þeir, sem voru henni andvígastir í skoðunum. Katrín Thoroddscn reisti læknisstörf sín á staðgóðri þekkingu og liafði auk þess til að hera heilbrigða skvnsemi í óvenjulega ríkum mæli. En það var hæfileiki hennar til að gleyma sjálfri sér með öllu í átökum við viðfangscfni sín, sem gerðu hana sér- staka, og þá skipti ckki máli, hvort vandamálin voru læknis- fræðilegs eðlis, þjóðfélagsleg cða ósköp hversdagsleg vandamál daglegrar tilveru. Ég hygg, að þcssi skilningsríka, en jafnframt væmnislausa óeigingirni Katrínar Thoroddsen hafi verið sá þátt-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.