Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1971, Page 17

Læknablaðið - 01.06.1971, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 79 Davíð Davíðsson, Nikulás Sigfússon, Ottó Björnsson, Ólafur Olafsson og Þorsteinn Þorsteinsson. SÖKK ÍSLENZKRA KARLA 34-61 ÁRS* Inngangur Sökkmæling hefur nú verið notuð sem klínísk rannsóknar- aðferð í um það bil hálfa öld. Það voru fyrst og' fremst niður- stöður rannsókna þeirra R. Fáhraeus 1 - og A. Westergrcns 3, sem vöktu áhuga á þessari aðferð. Mælingaraðferð AVestergreus er enn víða notuð, þó að aðrar aðferðir hafi síðar komið fram, t. d. aðferð Wintro'hes4 og mikro- sökk-aðferðin.5 I ýmsum lækuisfræðilegum lieimildum er skýrt frá „norm- algildum“ þessara mælinga meðal karla og kvenna. Þau eru uokkuð hreytileg eftir heimildmn og þess yfirleitt ekki getið. hvort sökk er háð aldri. Sökkmæling liefur hérlendis og víða annars staðar verið ein algengasta rannsóknaraðferð, sem notuð er lil að kanna og fylgjast með lieilsufari manna. Astæða er því til að gera nokkra grein fyrir niðurstöðum sökkmælinga meðal íslenzkra karla á aldrinum 34-61 árs, er þátt tóku í fyrsta áfanga hóprannsóknar Hjartaverndar, sem hófst haustið 1967. Aðferðir Til rannsóknar voru valdir karlar, sem lögheimili áttu i Reykjavík, Hafnarfirði, KópavO'gi, Garða-, Bessastaða- og Sel- tjarnarneshreppi hinn 1/12 1966 samkvæmt þjóðskrá og voru fæddir 1., 4., 7., 10. o. s. frv. hrvers mánaðar árin 1907, ’IO, ’12, ’14, ’16, ’17, T8, ’19, ’20, ’21, ’22, ’24, ’26, ’28, ’31 og ’34. Alls voru þetta 2.955 þátttakendur. Sökkmæling var fram- kvæmd hjá 2.183 eða 73.9%. Rannsóknin fór fram á timabilinu nóv. 1967 — okt. 1968. Innköllun var hagað þannig, að reynt var að setja alla árganga í sem svipaðasta aðstöðu m. I. I. liugsanlegra áhrifa heimsóknar- tíma, vikudags og árstima.6 Þátttakendur feugu fyrirmæli um Frá Rannsóknarstöð Hjartaverndar.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.