Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1971, Side 22

Læknablaðið - 01.06.1971, Side 22
84 LÆKNABLAÐIÐ Dreifingarnar i öllum fjórum aldursflokkum eru skeifar* með liala til hægri. Má glöggt sjá, að lægri gildunum fækkar og hærri gildunum fjölgar hlutfallslega með vaxandi aldri og er þetta í samræmi við vöxt fraktíla á 1. mynd. 3. mynd er fraktílrit af tíðniföllum** mælinganna í umrædd- um fjórum árgöngum. Notaður er lógariþmalíkindapappír. Lá- rétta hnitið er sökkið fært eftir lógariþma-mælikvarða, en lóð- rétta hnitið er 'jnindraðstala þeirra, er hafa sökk minna en eða jafnt því, sem lárétta hnitið segir til um. Lárétta hnit þeirra punkta, sem markaðir eru á fraktílritið, svarar til liægri endapunkta i grunnlínu stöplanna á 2. mynd, nema lárétta hnit neðstu punktanna, er svarar til gildisins 1.5 mm/klst. Lúti sökkmælingin innan livers árgangs lógnormal dreifingu, ]). e. lúti lógariþminn af sökkmælingunni normaldreifingu, eiga punktarnir í fraldílritinu að dreifast um heina línu. Eins og' sjá má á myndinni, virðist þessu skilyrði fullnægt. Skil*** Þær niðurstöður sökkmælinga meðal íslenzkra karla, er að framan hefur verið lýst, gefa einkum tilefni til að vekja athvgli á eftirfarandi tveim atriðum: í fyrsta lagi er auðsætt, að sökk liækkar nokkuð jafnt með aldrinum. Að vísu var þetta fyrirbæri þekkt þegar á þriðja tugi þessarar aldar. Olbrich9 getur nokkurra rannsókna, er gerðar höfðu verið fram til 1918, þar sem þessu er lýst, en síð- ar hefur þetta verið staðfest af ýmsum öðrum. 10 11 12 13 14 15 19 2. tafla sýnir niðurstöður sökkmælinga i þremur lióprann- sókmun, er gerðar hafa verið á Norðurlöndum siðastliðinn ára- tug. Meðalsökkgildi í rannsókn Böttigers og Svedbergs15 virðast 1-3 nim lægri en í rannsókn Hjartaverndar, og gæti það skýrzt af því, að niðurstöður þeirra liyggjast á hóprannsókn á starfs- fólki fyrirtækja, þar sem hluti þátttakenda var útilokaður vegna * Enska: skew, danska: skev ** Enska: empirical cumulative distribution *** Hér er farið eftir tillögu dr. Vilmundar Jónssonar, fyrrv. land- læknis, um að nota kaflaheitið „skil“ í stað umræðna (e. discussion), sem tíðkazt hefur í íslenzkum læknaritum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.