Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1971, Page 28

Læknablaðið - 01.06.1971, Page 28
90 LÆKNABLAÐIÐ LÆKNABLAÐIÐ 57. árg. Júní 1971 rCLAGSPRENTSMIÐlAN H F. Hjartasjúklingar verða a5 fá skjótari flutniiíg á sjúkrahús Algengasta dánarorsök hér- lendis, seni og í öðriun menn- ingarlöndum, er vegna krans- æðasjúkdóma. Reynsla erlendis er sú, að meir en hehningur dauðsfalla aí' völdum kransæða- stíflu verður áður en sjúkling- ur kcmst á sjúkrahús, og er lík- legt, að svo sé einnig hér á landi. Þá hefur komið í Ijós, að af öllum þeim, sem deyja á fyrstu tólf máuðum, eftir að þeir liafa fcngið kransæðastíflu, deyja á fyrstu 3V& klst., eft- ir að einkenni hefjast. Er ná- kvæm fylgni með tíðni dauðs- falla fyi'stu klukkustundirnar eftir upphaf einkenna og tíðni hættulegra hjartsláttartruflana. Nú hefur tekizt að fækka dauðs- föllum hjá kransæðasjúkling- um, vistuðum á hjartagæzlu- deildum sjúkrahúsa, um helm- ing, með því að koma í veg fyr- ir hjartsláttartruflanir. Vandamálið er því þetta: Flestir deyja, áður en þeir kom- ast á sjúkrahús, væntanlega af hjartsláttartruflunum, sem unnt væri að lækna. Til þess að lcysa þennan vanda liafa sprott- ið upp um allan heim svonefnd- ar hreyfanlegar hjartagæzlu- deildir, Mobile coronary care units. Hjartabíll, úthúinn hjartarafsjá, rafloststæki og öll- um lyfjum til að vinna bug á hjartsláttartruflunum, fer hcim til sjúklings, og þannig kemst liann í hjartagæzlu þegar á heimili sínu. Erlendis er þessu á allan veg háttað. Ymist fer læknir með bílnum eða þjálfuð hjúkrunarkona, en sums staðar sjá sjúkraflutningamenn um alla meðferð, en eru í símsam- bandi við hjartagæzludeild sjúkrahúss. Árangur er alls staðar talinn góður, mörgum stönzuðum lijörtum komið af stað, en það, sem mestu máli skiptir, er, að fyrirrennarar hættulegra hjartsláttartruflana eru meðhöndlaðir þegar í upp- hafi, og þannig komið í veg fyrir hjartastöðvun. Bæði læknum og leikmönn- um, sem hafa séð þessa hjarta- bíla erlendis, dylst ekki, hve veigamikið mál er hér á ferð- inni. A Reykjavíkursvæðinu deyja tugir manns árlega, áður en þeir komast á sjúkrahús. Sama máli gildir um lands- hyggðina. Enginn hjartabíll er til á landinu og ekki einu sinni bjartarafsjá og rafloststæki knúin rafhlöðu (til notkunar i

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.