Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1971, Page 34

Læknablaðið - 01.06.1971, Page 34
96 LÆKNABLAÐIÐ Tillaga kom frá Læknafélagi Vesturlands og var samþykkt: „Læknafélag Vesturlands skorar á stjórn L.Í., að hún eigi frum- kvæðið að því, að stofnað verði til kynlífsfræðslu í sjónvarpinu, og þá með líku sniði og var í getnaðarvarnaþætti Jóns Þ. Hallgrímssonar." LæknamiðstöSvar og Ræddar voru þrjár tillögur frá Læknafélagi sjúkrahúsmál Akureyrar. Hvað fyrstu tillöguna varðaði, sem fjallaði um daggjöld sjúkrahúsa, taldi Páll Sig- urðsson eðlilegt, að læknasamtökin ættu aðild að daggjaldanefnd og þyrfti L.í. að láta mál þetta til sín taka. Einnig talaði Halldór Halldórs- son um tillögu þessa, en henni var vísað aftur til nefnda. Eftirfarandi tillögur frá Læknafélagi Akureyrar voru samþykktar: „Aðalfundur Læknafélags íslands 1969 felur stjórn L.í. að vinna að því, að sem fyrst verði settur lágmarksstaðall fyrir íslenzka spítala og þeim raðað í flokka eftir þjónustuhæfni.“ „Aðalfundur L.í. 1969 felur stjóm félagsins að vinna að því í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld landsins að koma á heildarskipulagi heilbrigðisþjónustu í landinu og áætlanagerð um uppbyggingu sjúkra- húsa, læknamiðstöðva og annarra heilbrigðisstofnana.“ Eftirfarandi tillaga frá Halldóri Halldórssyni og Ingimari Hjálm- arssyni var samþykkt: „Aðalfundur L.Í., haldinn í Domus Medica dagana 12.-14. sept. 1969, beinir því til stjórnar félagsins, að hún kanni, hvort ekki sé tímabært að láta fara fram endurskoðun á sjúkrahúslögunum frá 1964, og reynist svo, beiti hún sér fyrir slíkri endurskoðun.“ Talsverðar umræður urðu um aðrar tillögur, en þeim var síðan vísað til nefnda til frekari athugunar. Fundi frestað. 14. september var fundi fram haldið. Þá sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar: Björn Önundarson, Árni Björnsson, Víkingur H. Arnórsson, Sigmundur Magnússon, Gunnlaugur Snædal, Friðrik Sveinsson, Arin- björn Kolbeinsson, Brynleifur H. Steingrímsson, Halldór Halldórsson, Þorsteinn Sigurðsson, Ólafur Sveinsson, Ingimar Hjálmarsson, Þórður Oddsson og Stefán Bogason. Fundarstjóri á þessum framhaldsfundi var Brynleifur H. Stein- grímsson, en fundarritari Halldór Halldórsson. Tillögur Nefndir, sem kosnar voru á aðalfundi 12. sept. til þess nefnda að athuga framkomnar tillögur til ályktunar, skiluðu störf- um, og voru eftirfarandi tillögur samþykktar samhljóða eftir nokkrar umræður: „Aðalfundur L.í. 1969 heimilar stjórn L.í. að gerast aðili að sam- tökum heilbrigðisstétta, og að stjórn L.í. tilnefni menn til að mæta þar fyrir hönd félagsins.“ „Aðalfundur L.í. 1969 felur stjórn L.í. að vinna að því, að dag- gjöld sjúkrahúsa verði miðuð við þá þjónustu, sem viðkomandi sjúkra- hús á að veita.“

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.