Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1971, Síða 35

Læknablaðið - 01.06.1971, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ 97 „Aðalfundur L.í. 1969 beinir þeim tilmælum til st.iórnar L.í. að skipa nefnd til þess að athuga og gera tillögur um endurskipulagningu á fyrirkomulagi og greiðslum fyrir læknisþjónustu.“ „Aðalfundur L.í. 1969 beinir þeim tilmælum til stjórnvalda, að nú þegar verði gaumgæfilega athugað, hvort ekki sé hagkvæmt og gerlegt að sameina sjúkratryggingar undir stjórn fárra aðila, héraðs- sambanda eða jafnvel eins aðila, Tryggingastofnunar ríkisins." „Aðalfundur L.í. 1969 beinir þeim tilmælum til menntamálaráð- herra, að hann hlutist til um, að gerð verði svofelld breyting á Háskóla- lögum: Fyrsta málsgrein 14. gr. 1.6. 1957 hljóði svo: „Hver háskóladeild heldur fundi eftir þörfum. Deildarforseti boðar fundi, og eiga þar sæti prófessorar, dósentar og lektcrar, svo og forstöðumenn sérsviða- stofnana, er lúta að deildinni, og er þeim skylt að sækja fundi. Enn fremur eigi þar sæti tveir fulltrúar stúdenta, tilnefndir af stúdenta- félagi viðkomandi deildar.“ Þá beinir fundurinn þeim tilmælum til menntamálaráðherra, að hann hlutist til um, að allar kennarastöður við Háskóla íslands verði auglýstar opinberlega." „Aðalfundur L.í. 1969 fagnar því, að læknadeild Háskólans vinn- ur nú að bættum kennsluháttum í deildinni og endurbótum á reglugerð um veitingu lækningaleyfis og sérfræðileyfa. Fundurinn fagnar því einnig, að afnumdar hafa verið takmarkanir um inngöngu í læknadeild, sem fyrirhugaðar voru síðastliðið vor. Fundurinn bendir á, að mjög alvarlegur læknaskortur ríkir nú í sumum landshlutum, en meðan þannig er ástatt, ber að efla lækna- deildina svo, að hún geti veitt kennslu þeim stúdentum, sem áhuga hafa á læknanámi og hæfileika til þess að stunda það. Verði nauð- synlegt af þjóðfélagslegum ástæðum að takmarka tölu læknanema, þá er eðlilegast að læknadeildin annist þá takmörkun, en ekki mennta- skólarnir með tiltekinni stúdentsprófseinkunn." „Aðalfundur L.í. 1969 beinir þeirri áskorun til heilbrigðismála- ráðherra, að hann hlutist til um, að nú þegar verði hafizt handa um stofnun læknastöðva á þeim stöðum, þar sem grundvöllur er fyrir rekstri þeirra. Enn fremur, að gerð verði áætlun um stofnun og stað- setningu slíkra stöðva um land allt. Gera verður ráð fyrir, að læknamiðstöðvar verði sums staðar starfræktar í sjúkrahúsum. Er því nauðsynlegt að tengja áætlun læknamiðstöðva við áætlunargerð um staðsetningu, byggingu og endur- nýjun sjúkrahúsa. Áætlanir þessar verði gerðar minnst fimm ár fram í tímann, en endurskoðaðar árlega og þá færðar eitt ár fram.“ „Aðalfundur L.í. 1969 telur, að daggjöld sjúkrahúsa þurfi að miða við þá þjónustu, sem viðkomandi sjúkrahús á að veita. Við ákvörðun daggjalds fyrir yfirstandandi ár kom fyrir, að deildarskipt og óskipt sjúkrahús voru sett í sama flokk. Virðist þannig í sumum tilfellum, að sjúkrahús hafi goldið þess, að hagkvæmni hafi verið gætt í rekstri." „Aðalfundur L.f. 1969 skorar á fjármálaráðherra, að hann hlutist til um, að sett verði á fjárlög árlegt framlag til þess að greiða kostnað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.