Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1971, Page 36

Læknablaðið - 01.06.1971, Page 36
98 LÆKNABLAÐIÐ af ráðstöfunum vegna neyðarástands, sem kann að skapast í dreifbýli vegna skorts á nauðsynlegri læknisþjónustu. Gert er ráð fyrir, að framlög þessi verði einkum notuð til þess að greiða ferðakostnað lækna eða sjúklinga með hverju því farartæki, sem þörf er á hverju sinni, eða annan kostnað, sem kann að reynast nauðsynlegur til þess að halda uppi læknisþjónustu.“ Mál frá lækna- Fundarstjóra hafði borizt bréf frá fól.ki í Húsavíkur- þingi héraði, þar sem fulltrúar læknaþings voru hvattir til að styðja málstað Daníels Daníelssonar, svo að hann „megi ná rétti sínum“ gegn stjórn sjúkrahúss Húsavíkur, eins og segir í bréfinu. Fundurinn samþykkti að vísa þessum bréfum sem og öðrum liðum Húsavíkurdeilunnar til stjórnar L.í. Síðan var tekin fyrir eftirfarandi fyrirspurn frá Daníel Daníels- syni: „Þar sem sá einstæði atburður hefur gerzt, að læknaþing hefur með samþykki frávísunartillögu hindrað umræður og afgreiðslu tveggja mála, er fyrir þinginu lágu, áður en lokið var umræðu um fyrra málið, beini ég þeirri fyrirspurn til þingsins, hvort numin hafi verið úr gildi þau ákvæði 1. mgr. 11. gr. laga L.Í., að verksvið stjórnar félagsins sé m. a. að standa vörð um hag einstaklinga innan stéttar- innar — eða með öðrum orðum, hvort L.í. sé stéttarfélag eða ekki.“ Fyrirspurn vísað til stjórnar. Vegna þessarar fyrirspurnar tóku til máls Gunnlaugur Snædal, Daníel Daníelsson, Arinbjörn Kolbeins- son og Björn Önundarson, sem bar fram þessa tillögu: „Þar eð L.í. hlýtur að líta það alvarlegum augum, að einum af meðlimum þess hefur verið vikið úr yfirlæknisstöðu án þess að fyrir liggi upplýsingar um, að hann á nokkurn hátt hafi brotið af sér í starfi, samþykkir aðalfundur L.í. að fela stjórn félagsins að mótmæla þegar í stað þessum aðgerðum, og með skírskotun til 1. mgr. 11. gr. laga L.í. að veita þeim, er hér hefur verið misrétti beittur, allan þann stuðning, er félagið getur í té látið.“ Til máls tóku Sigmundur Magnússon og Arinbjörn Kolbeinsson, og bar hinn síðarnefndi fram dagskrártillögu svohljóðandi: „Þar sem máli því, er tillagan um mótmæli á uppsögn Daníels Daníelssonar fjallar um, hefur í heild verið vísað til stjórnar L.í. og lögfræðings félagsins, tekur fundurinn fyrir næsta mál á dagskrá." Dagskrártillagan var samþykkt með 11 atkvæðum gegn einu og málinu þannig vísað til stjórnar L.í. Stjórnarkjör Þá fór fram stjórnarkjör, og voru eftirtaldir menn kosn- ir með samhljóða atkvæðum. Formaður Arinbjörn Kol- beinsson til tveggja ára, ritari Friðrik Sveinsson til eins árs, gjaldkeri Guðmundur Jóhannesson til eins árs, en fráfarandi gjaldkeri, Stefán Bogason, hafði eindregið beðizt undan endurkjöri. Varamenn í stjórn voru kjörnir Brynleifur H. Steingrímsson til tveggja ára, Guðsteinn Þengilsson til tveggja ára, en Baldur Sigfússon til eins árs.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.