Læknablaðið - 01.08.1971, Qupperneq 40
144
LÆKNABLAÐIÐ
afmælisdaginn, heldur afmælisárið, enda eru þeir taldir stofnendur,
sem gengu í félagið árið 1918.
Hálfrar aldar afmælis Læknafélags íslands er minnzt í Domus
Medica dagana 3.-5. okt. Fyrsti þáttur athafnarinnar er fræðslufundur
um liðagikt (Rheumatoid arthritis). Dagskrá þess fundar er gerð á
vegum „Giktsjúkdómafélags íslenzkra lækna“, og er fundurinn ein-
göngu ætlaður læknum. Annar þáttur er heilbrigðismálaráðstefna,
sem fer fram 4. og 5. okt., og er þar fjallað um heimilislækningar í
dreifbýli og þéttbýli. Til þessarar ráðstefnu er boðið allmörgum stjórn-
endum heilbrigðismála og fulltrúum starfshópa, sem vinna að heil-
brigðismálum. Sjálft afmælishófið er haldið laugardaginn 5. október.
Allir þættir athafnarinnar fara fram í læknahúsinu, Domus Medica,
við Egilsgötu.
Stjórn Læknafélags íslands skipa Arinbjörn Kolbeinsson formað-
ur, Friðrik Sveinsscn ritari og Stefán Bogason gjaldkeri.
Framkvæmdastjóri læknafélaganna er Sigfús Gunnlaugsson við-
skiptafræðingur.
Stofnun allsherjarfélags íslenzkra lækna átti sér alllanga forsögu.
Fyrst skrifaði Ásgeir Blöndal, héraðslæknir á Húsavík, tvær greinar
um þetta mál í ísafold 1891 og 1892. Þar ritaði hann m. a. bessi fram-
sýnu hvatningarorð: „Svo lengi sem enginn félagsskapur, svo lengi
sem engin vísindaleg eða verkleg samvinna á sér stað meðal lækna
hér á landi, á stétt þessi sér litla framtíðarvon.“
Um þetta leyti voru aðeins 3 læknar í Reykjavík og hinir voru
dreifðir um 27 læknishéruð, einn í hverju. Fyrsta félag lækna hér á
landi var stofnað 1894 af 5 héraðslæknum í Austfirðingafjórðungi.
Það hélt aðeins 2 fundi og lagðist starfsemi þess niður rúmum 2 árum
eftir stofnun.
Fyrsti almenni læknafundur hér á landi var haldinn 27.-30. ágúst
1896 í neðri deildar sal Alþingis, og var þar fundarstjóri dr. Jónas
Jónassen landlæknir. Einn af atkvæðamestu mönnum þessa fundar
var Guðmundur Hannesson, síðar prófessor. Hafði hann framsögu í
10 af þeim 18 málum, sem fyrir fundinum lágu. Meðal þessara mála
var stofnun allsherjarlæknafélags á íslandi og einnig breyting á skipun
læknishéraða.
Hið síðastnefnda mál er í eðli sínu það sama og verkeíni það,
sem tekið er til meðferðar á II. heilbrigðismálaráðstefnu Læknafélags
íslands nú á afmælishátíðinni 4. og 5. október.
Tveimur árum síðar var haldinn annar almennur læknafundur,
og tóku þátt í honum 9 almennir læknar. Þar var stofnað fyrsta
almenna læknafélagið á íslandi, ,,Hið íslenzka læknafélag“, 1898.
Næsta fund, sem félag þetta boðaði, varð að hætta við, því að engir
læknar gátu komið frá Norður- og Austurlandi, og var starfsemi fé-
lagsins þar með lokið. 70 ár eru því liðin frá því fyrst var gerð
tilraun til þess að stofna heildarsamtök íslenzkra lækna og hálf öld
frá því það tókst.
Af öðrum læknafélögum, sem stofnuð hafa verið, má nefna „Fé-
lag lækna Norður- og Austurlands", sem Guðmundur Hannesson stofn-
aði 1902, í sambandi við félag þetta gaf Guðmundur Hannesson út