Læknablaðið - 01.08.1971, Qupperneq 43
LÆKNABLAÐIÐ
147
um og fá unga lækna til þess að hafa áhuga á þessum nauðsynja-
störfum.
Þá hefur Læknafélag íslands beitt sér fyrir því, að læknasam-
tökin hafa samið og samþykkt sérstaka stefnuskrá fyrir faglega
stjórnun og störf á sjúkrahúsum landsins. Samningar standa nú yfir
milli Læknafélags Reykjavíkur og stjórnvalda um framkvæmd á
nokkrum atriðum varðandi stefnuskrá þessa. Hér er um veigamiklar
breytingar að ræða á faglegri stjórnun og starfsemi. Þær eru sniðnar
til þess að henta í menntunar- og lýðræðisþjóðfélagi og ganga lengra
í nýtízkuátt en gerist meðal nágrannaþjóðanna.
í heilbrigðismálum höfum við tækifæri til að vinna brautryðjenda-
starf á skipulagssviðinu og jafnvel verða öðrum til fyrirmyndar. Við
eigum að læra af öðrum þjóðum, en gera það með vakandi hugsun
og gagnrýni, en ekki líkja eftir þeim í blindni. Það er eitt megin-
hlutverk læknasamtakanna að vinna að því á öllum sviðum þjóðmála,
að læknar geti greitt sjúklingum sínum veg til þeirra beztu úrræða,
sem fræðigrein þeirra hefur yfir að ráða á hverjum tíma.
Útvarp, sjónvarp og dagblöð minntust afmælisins næsta dag. Frá-
sagnir blaðanna voru misjafnlega ýtarlegar, en ekkert þeirra birti
greinargerð félagsins í heild.
1. Fræðslufundur
Afmælishátíðin sjálf hófst með fræðslufundi (symposium) um
arthritis rheumatoides, sem formaður L.Í., Arinbjörn Kolbeinsson,
setti hinn 3. október kl. 20.30. FUndur þessi hafði að öllu leyti verið
undirbúinn af Giktsjúkdómafélagi íslenzkra lækna. Höfðu unnið að
því með formanni þess, Jóni Þorsteinssyni, þeir Ólafur Ólafsson,
Nikulás Sigfússon og auk þess sænskur læknir, Erik Allander, sem
kom hingað til landsins á vegum Hjarta- og æðavemdarfélagsins til
þess að grundvalla giktsjúkdómarannsóknir í tengslum við rannsóknir
Hjartaverndar.
Formaður gat þess í setningarræðu sinni, að vel hefði þótt við-
eigandi, að félagið minntist afmælisins með þrennu mismunandi móti,
og þá fyrst með fræðslufundi um læknisfræðilegt efni, þar sem
fræðslustarf er einn af meginþáttum í starfsemi þess; annað, ráðstefnu
um heilbrigðismál til þess að undirstrika afskipti félagsins af heil-
brigðismálum sem einn veigamesta þátt í starfsemi þess, og loks með
almennum veizlufagnaði, því að slíkt heyrir öllum stórum afmælum
til. Þakkaði formaður Giktsjúkdómafélagi íslenzkra lækna fyrir að
leggja fram þetta þýðingarmikla efni sem fyrsta þátt í afmælishátíð
félagsins.
Fundarstjóri var kjörinn Ólafur Ólafsson, en ritari Höskuldur
Baldursson. Fundinn sóttu nær 90 læknar, og mun þetta einhver fjöl-
sóttasti læknafundur, sem haldinn hefur verið, þar sem eingöngu
hefur verið fjallað um fræðilegt efni. Skrifstofa félagsins hafði fjöl-
ritað öll erindi, sem þarna voru flutt, og voru þau afhent fundarfólki
í formi fjölritaðs bæklings strax í upphafi fundar. Dagskrá fundarins
(fskj. 1). Erindi fundarins birtust í Læknablaðinu, 5. h. 1969.