Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1971, Side 59

Læknablaðið - 01.08.1971, Side 59
LÆKNABLAÐIÐ 157 gerðar eru og gera á um læknisþjónustu í nútímaþjóðfélagi. Áhalda- snauður læknir með litla eða enga rannsóknaaðstöðu verður lítið annað en smáskammtalæknir og sjúkrapóstafgreiðslumaður. Þetta get- ur ekki talizt nútímalæknisþjónusta og ekki heldur hitt, ef læknir reynir að leysa of erfið viðfangsefni við ófullnægjandi skilyrði, ef til vill sjúklingi sínum til tjóns. Nútímalæknisþjónusta byggist á tækni- lega flóknum vísindalegum vinnuaðferðum, sem einungis er hægt að framkvæma við ákveðin skilyrði. Aðeins við slík skilyrði ber læknis- þjónusta góðan árangur og verður mannúðarstarf, en hún er það ekki, ef læknum er fyrirmunað sökum ófullnægjandi starfsaðstöðu að beita þekkingu sinni til fulls og greiða sjúklingum sínum veg að beztu úrræðum vísindagreinar sinnar. Á undanförnum áratugum hafa orðið stórstígar framfarir á sviði læknisfræðinnar og störf lækna tekið margháttuðum breytingum, og má fullvíst telja, að slíkar breytingar haldi áfram næstu áratugi. Einkum má vænta framfara á sviði frumeindalíffræði, lyfjafræði, ónæmisfræði, líffræði og lífeðlisfræði. Þetta mun valda veigamiklum breytingum á flestum sviðum lyflæknisfræði cg hafa í för með sér aukna þörf fyrir áframhaldandi skipulega verkaskiptingu lækna og vísindamanna á öðrum sviðum, einkum í lífeðlisfræði lífefnafræði og ýmsum þáttum eðlisfræði. Einnig er líklegt, að tæknifræðingar og verkfræðingar komi meira inn á svið læknisþjónu.stunnar, eftir því sem vélvæðing og rafvæðing hennar miðar lengra áfram. Skipulagning læknisþjónustunnar og læknastarfa verður flóknari og fjölþættari með hverju ári. Það er hlutverk lækna að taka átt í að leysa margháttaðan vanda, sem hin öra þróun hefur í för með sér. Skipulagsmál verða því meðal framtíðarverkefna læknasamtakanna. Það er einnig hlut- verk lækna í nútímaþjóðfélagi að annast þekkingarmiðlun um læknis- fræðileg efni og skipu.lag heilbrigðismála sín á milli og veita aimenningi og stjórnmálamönnum fræðslu um þessi atriði. Stofnár Læknafélags íslands 1918 var á margan hátt erfiðleikaár, en jafnframt tímamótaár á sviði þjóðmála. Margir telja yfirstandandi ár (1968) einnig erfiðleikatíma, og margt bendir til þess, að við séum að nálgast þjóðfélagsleg tímamót, og þau engu ómerkari en 1918, þar sem læknastéttin fær vaxandi tækifæri til þess að „líkna og lækna“, til þess að vísa leið til betri og bjartari framtíðar fyrir einstaklinga og þjóðfélagið í heild. Fylgiskjal 5 MINNI KVENNA flutt á hálfrar aidar afmæli Læknafélags íslands, 5. október 1968, af Guðmundi Karli Péturssyni yfirlækni Herra veizlustjóri! Heiðruðu ágætu konur! Háttvirta samkoma! Mér er mikill sómi sýndur með því að gefa mér tækifæri til að ávarpa yður hér í dag við þetta hátíðlega tækifæri, þegar hinn mæti

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.