Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1971, Síða 60

Læknablaðið - 01.08.1971, Síða 60
158 LÆKNABLAÐIÐ félagsskapur Læknafélags íslands fagnar hálfrar aldar afmæli sínu. Sá er hins vegar ljóður á, að ég tel mig þess alls ekki umkominn að gera það svo, að hæfi þessu hátíðlega tilefni og verði yður samboðið. Mætti þó ætla, að ég heíði til þess nokkur efni, svo mikil og góð samskipti, sem ég hefi átt við konur frá því ég man fyrst eftir mér. Ég vil fyrst geta þess um sjálfan mig, að mér hefir alla tíð líkað betur félagsskapur kvenna en karla. Mér þótti vænna um móður mína en föður og síðan alla tíð þótt vænna um konur en karla, þótt ég að sjálfsögðu hafi einnig kynnzt fjölmörgum ágætum mönnum, sem ég hefi haft miklar mætur á. Það hefir líka orðið sú raunin á, að ég hafi alla jafna haft öllu meiri samskipti og samstarf við konur en karla. Að sumu leyti hefir þetta kannski stafað af því, að ég hefi vitandi eða óafvitandi sótzt meira eftir þeirra samfélagi, en að ýmsu leyti virðist mér þetta hafa verið ósjálfrátt, hafa verið mín forlög. Að nokkru leyti hefir þetta leitt af starfi mínu sem læknir. Enda þótt ég sé ekki kvensjúkdómalæknir, hefir alltaf meiri hluti sjúklinga minna verið konur, þar sem þær af eðlilegum ástæðum. þurfa yfirleitt meira að sækja til. Ég hefi alla tíð unnið á almennum spítaladeildum, þar sem allt starfslið hefir verið að yfirgnæfandi meiri hluta konur. Þegar ég seint og síðar meir hafði ráð á að eignast mína ágætu eigin- konu, þá fæddi hún mér fjórar dætur, sem ég hefi haft yndið og ánægjuna af að sjá vaxa upp og verða að fulltíða konum. Ég hefi því haft mörg og góð tækifæri til að kynnast konum. Ég hefi kynnzt kon- unni í hennar dýpstu sorg og sárustu neyð, í æsandi eftirvæntingu og milli vonar og ótta, en einnig í gleði hennar og hamingju og á hennar stoltustu stundum. Ég hefi kynnzt fallegum, gáfuðum, mikilhæfum og menntuðum konum, sem hafa töfrað mig og hrifið, en ég hefi líka þekkt umkomulitlar og lítilsmegandi konur, sem þó hafa einnig vakið aðdáun mína vegna þeirra margvíslegu kvenlegu dyggða og fagurs lífernis. Og því meira og betur sem ég kynnist konunni, því dýpri verður virðing mín fyrir henni og þeim mun ljósara verður mér æ hennar stórkostlega hlutverk í mannlífinu og hvílík meðhjálp þar var, sem Drottinn allsherjar gerði manninum, er hann skóp handa honum kon- una. Maður skyldi ætíð fara varlega í allan mannjöfnuð og lofa einn án þess að lasta annan. En þó finnst mér án þess að gera á nokkurn hátt lítið úr ágæti okkar karlmannanna, að konan hafi til að bera í enn ríkara mæli en karlar ýmsar hinar ágætustu dyggðir og eðlis- kosti, sem mest og bezt hafa þokað okkur áfram til aukins þroska og fegurra mannlífs, og þetta allt þrátt fyrir það, að hún hefir að ýmsu leyti átt erfiða aðstöðu vegna misréttis og rangsnúinna þjóðfélags- hátta. Og þessa góðu kosti sína hefir hún ekki öðlazt af neinni til- viljun eða í neinu happdrætti, heldur hafa þeir fallið henni í skaut af brýnni nauðsyn, svo að hún mætti verða hæf til þess að gegna sínu göfugasta og þýðingarmesta hlutverki, móðurhlutverkinu. Þessu hlutverki varð hún ein að gegna, þar gat enginn leyst hana af hólmi, og þess vegna hlaut forsjónin að gæða hana þeim kostum, sem til þess útheimtust. En meðal þessara eiginleika mætti nefna hreinan og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.