Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 62

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 62
160 LÆKNABLAÐIÐ svanna / býr sigur kynslóðanna“ kvað skáldjöfurinn Matthías Jochums- son. Honum var vel ljós sú þýðing, sem leiðbeiningarstarf kærleiks- ríkrar og góðrar mcður hefir fyrir uppvaxandi kynslóð, og hann kunni vel að meta þann dýra andans fjársjóð, sem hans ágæta móðir gaf honum í veganesti. Og sú mun hafa orðið reynsla margra mætra manna fyrr og síðar, að sá lærdómur, sem þeir í bernsku námu við kné móður sinnar, tók fram öllum öðrum lærdómi, sem þeir námu í veglegum og frægum skólum hjá hálærðum meisturum. Þar hafði verið lögð sú trausta undirstaða, sem síðan var gott að byggja ofan á. Yður finnst ég væntanlega hafa mikið rætt um hversdagslega og leiðinlega hluti cg tala ólíkt því, sem þér eigið að venjast, er flutt er minni kvenna. En hár ber það til annars vegar, að ég er ekki skáld og hugmyndaflugið er takmarkað, en hins vegar, að ég vildi gjarnan minna á þann þýðingarmikla þátt í starfi og lífi konunnar, sem fram fer innan veggja heimilisins og ekki er metinn eða þakkaður að verð- leikum, jafnvel blátt áfram lítilsvirtur. Hinu gleymi ég þó ekki og er Ijúft að viðurkenna, að konur geta sjálfsagt orðið jafnokar karla á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins, og á sumum sviðum skyldi maður halda, að þátttaka konunnar ætti a5 verða til mikils gagns, svo sem í félagsmálum. Og mér finnst það vel viðeigandi á þessu merkisafmæli L.í. að flytja hér hjartans þökk hinum mörgu læknakonum, liðnum og lifandi, sem átt hafa sinn mikla þátt í mörgum afrekum og heilla- ríku starfi íslenzku læknastéttarinnar. Heyrt hefi ég því fleygt, að læknar væru heldur lélegir eiginmenn og heimilisfeður. Ekki veit ég reyndar, hvort þetta hefir við nokkur rök að styðjast, en vel má það þó vera. Læknisstarfið er alltaf ábyrgðar- mikið, og þreytandi starfsaðstaða íslenzkra lækna velflestra hefir verið allt fram að þessu mjög eríiður vinnudagur, oft óhóflega langur. Oft hafa togazt á skyldur við starfið og skyldurnar við eiginkonu og heimilið og oltið á ýmsu, hvort meira hefir mátt sín. Oft hefir þetta komið hart niður á konunni og heimilishaldinu og hún mætt því með skilningi cg umburðarlyndi og með því afstýrt vandræðum, en verið skjól og skjöldur heimilisins, hjálpandi, huggandi, hvetjandi. Þeim sé heiður og þökk. Eins og títt er um litla ræðumenn, þá er ég þegar orðinn lang- orður án þess þó að hafa getað sagt nema lítið af því, sem ég vildi sagt hafa. Nokkru verð ég þó að bæta við: Ég stend í þeirri þakkar- skuld við konuna, að vonlaust er, að ég fái nokkurn tíma greitt hana, en út úr þessu bjargar hún mér auðvitað með því að gefa mér upp alla skuldina án skilyrða, því að þannig gefur hún jafnan af örlæti síns gjafmilda hjarta. Frá vöggu til grafar er konan hinn góði föru- nautur mannsins, kærleiksrík, umburðarlynd og fórnfús, hvetjandi hann til stórra dáða, skilningsrík og full samúðar, þegar illa gengur, líknandi og hjúkrandi, þegar sjúkdómar og slys henda mann eða þegar ellin leggst að. Og með ástúð og umhyggjusemi léttir hún manni eins og auðið er síðustu þungu skrefin að tjaldinu leyndardómsfulla, sem skilur líf og dauða, og sem allra síðustu þjónustu veitir hún manni, að minnsta kosti í voru landi, loks með því að búa um hinar jarðnesku leifar manns, áður en lagður er til í hinni hinztu hvílu. Og eins og

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.