Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1971, Síða 64

Læknablaðið - 01.08.1971, Síða 64
162 LÆKNABLAÐIÐ „Frægð Pasteurs“, en nú fyrir skömmu áttum við Ríkharður Jónsson tal um mynd hans og kvæðið. Kom þá upp úr kafinu, að Guðmundur hafði gefið honum frumrit kvæðisins í myndarlaun, en sýnilega ekki gefið sér tíma til að taka af því afrit. Því fylgdi langt bréf til Ríkharðs, sem gaf mér hvort tveggja, kvæðið og bréfið. Þetta er bezt komið í eigu læknafélaganna, og leyfi ég mér því að láta það fylgja myndinni og afhenda þeim það hvort tveggja til eignar. Þó áskil ég mér ljós- prentun af mynd, kvæði og bréfi. Kvæðið „Frægð Pasteurs" er ort með stuðlasetningu, sem brýtur allmjög í bága við eldri reglur ríms og stuðla. Guðmundur hafði gefið út ljóðabók sína, „Undir ljúfum lögum“, með þessari frjálsu stuðla- setningu, sem próf. Alexander Jóhannesson gaf naínið ,,Gestslag“. Því hefur ekki verið gefinn viðeigandi gaumur af bókmenntafræðing- um, að Guðmundur Björnson varð með þessari nýbreytni brautryðj- andi í nýrri ljóðagerð, sem síðan hefur rutt sér mjög til rúms. Hann varð í þessu efni sem mörgum öðrum á undan samtíð sinni. Ég lýk svo þessum fáu orðum með innilegri ósk um, að lækna- félögin megi vel njóta þessarar gjafar og að hún megi eiga sinn þátt í að halda á lofti sem fyrirmynd yngri mönnum minningu Guðmundar Björnsonar, hins hugdjarfa forystumanns heilbrigðismála og ljúfa Ijóðasmiðs. Hann var sá, sem íremur flestum öðrum íslenzkum lækn- um lét sér ekkert mannlegt vera óviðkomandi, en er ekki einmitt það aðalsmerki sannrar læknislistar? FRÆGÐ PASTEURS* FORMÁLI Það er siður í Frakklandi, að skáldum er valið eitt yrkisefni á ári hverju, til kappraunar, og fær sigurskáldið afarhá verðlaun (grand prix de poésie), sem veitt eru úr ríkissjóði. „L’Académie francaise" (heimskunna franska snillingasveitin) velur jafnan þessi yrkisefni og ræður því, hver sigurlaunin hlýtur. Árið 1915 var frönsku skáldunum fengið þetta yrkisefni: La gloire de Pasteur (frægð Pasteurs). Komu eins og vant er fjölda mörg kvæði. En höfuðskáld Frakka, sem öðlazt hafa þann ,,ódauðlega“ heiður, að eignast sæti í snillingasveitinni, — þeim kom þá saman um, að eitt kvæðið um Pasteur bæri langt af öllum hinum, og skyldi höfundur þess hljóta sigurlaunin, og sæmdina, sem mest þykir um vert, þó rausnarleg séu verðlaunin. Þetta kvæði bar í utanáskrift: IMMANIS PECORIS QUSTOS. En þeim brá mjög í brún, snillingunum í l’Acad. francaise, þegar það kom upp úr dúrnum, að höfundur þessa ágæta sigurkvæðis var ekki skáld, heldur háskólakennari í læknisfræði, próf. Charles *) Höfundurinn hugsar sér, að hann sé á gangi í París með syni sínum ungum; fer með drenginn inn í Panthéon, „þetta helga hof“ (cette sainte vout'e), þar sem Frakkar geyma leifar sinna beztu manna; sýnir honum leiSi Pasteur’s; er kvæðið allt viöræSa hans viö drenginn. Panthéon er gömul kirkja, og ekki stór. G. B.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.