Læknablaðið - 01.08.1971, Síða 66
164
LÆKNABLAÐIÐ
Sonur minn! Helzt til fljótt
þú sjá munt kjörin hörðu,
er bíða mannsins. Aum
aðkoman er á jöi'ðu:
hrundið er honum þangað,
— allt má undan láta;
skjálfandi’ hann opnar augun,
andar, fer að gráta;
og er nú upp frá því
ávallt staddur í vanda,
unz hann skiptir á ný,
hættir aftur að anda! —
Alls konar böl hans bíður,
alla ævitíð,
ástríður ánauð, sorg,
sóttir, hallæri, stríð.
En versta pynting var
í veröld, ár og síð,
það svæsna sóttafár,
sem fjöri manna stelur,
og kuldahlátur hlær
að hverjum, sem það kvelur,
herjandi, um löndin víð,
á varnarlausan lýð! —
Hrelldur, frá alda öðli,
hefur maðurinn
angistaraugum horft
á hrjáðan líkam sinn,
hugsað upp guði’, og reynt,
ráðlaus, á þá að kalla,
möglandi mútað þeim,
við fúna fórnarstalla!
Tálvísir töframenn
báru þá mest úr býtum,
lögðu sín Lokaráð,
í fylgsnum, eða’ á fjöllum,
og fældu auman lýð
með aragrúa’ af djöflum.
Hvert hof stóð fullt af reyk,
af fórnum, einskis nýtum. —
Fávizkan hélzt sem dimmur,
djúpur, kaldur sær!
Því enn var allt á huldu,
enn sást ekkert kvikt.1)
1) Menn höfðu ekki fundið þær sönnu orsakir farsóttanna; afæturnar (parasit),
þær, sem við nú köllum sóttkveikjur.