Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1971, Side 13

Læknablaðið - 01.12.1971, Side 13
LÆKNABLAÐIÐ 249 að þeir munu hafa kafnað úr reyk, áður en koloxíðmettun varð meiri en raun ber vitni. Athyglisvert er, að alkóhól var í hlóði 18 af 19 einstaklinga í safninu og i þvagi allra (14 talsins), sem rannsakaðir voru. Magn alkóhóls i blóði var enn fremur yfir 1%0 hjá öllum nema tveimur og i þvagi hjá öllum nema einum (sbr. töflu 1). Verður því ekki komizt lijá þeirri ályktun, að áfengisneyzla liafi verið meðverkandi orsök til dauða flestra í þessu safni, hvort sem telja verður, að um sjálfsmorð eða slys hafi verið að ræða. Hins vegar er ekki ástæða til þess að ætla, að taka róandi lyfja eða svefnlyfja hafi átt þátt í dauða þessara einstaklinga (tafla 1). Tiltölulega auðvelt er að greina bráða og banvæna koloxíð- eitrun, eins og um er að ræða í þessu safni. 1 slíkum tilvikum eru líkblettir venjulega hárauðir og unnt er að staðfesta, að um koloxíðeitrun hafi verið að ræða, með því að ákvarða koloxið- meítun blóðrauða. Burmeister & Neuhaus (1970) hafa hins vegar hent á, að í þeim tilvikum, er menn lifa af bráða koloxíðeitrun, en látast síðan af völdum eitrunarinnar, er koloxíðmettun blóð- rauða venjulega lítil og oftast í litlu samhengi við sjúkdóms- einkennin. 1 slíkum tilvikum ber lítið eða ekkert á hinum sér- kennilega rauða húðlit eða líkblettum, sem er einkennandi fyrir bráða koloxíðeitrun. Sjúklingarnir eru þvert á móti oftast grá- guggnir og jafnvel fölbláir útlits og sjúkdómsmyndin minnir að ýmsu leyti á sýringu og lost við sykursýki á háu stigi. Telja þeir, að súrefnisskortur sé enn við líði í vefjum líkamans, enda þótt mettun blóðrauða af koloxíði sé mjög í rénun, og valdi það mestu um fyrrgreind sjúkdómseinkenni. Ekki er höfundum þess- arar greinar kunnugt um tíðni slíkra eitrana hér á landi, enda hafa skýrslur spítala um þetta efni ekki verið kannaðar. Á síðari árum hefur athygli manna heinzt að því, að í tóbaks- reyk er verulegt magn af koloxíði. Haebisch (1970) telur, að koloxíðmagn í sígarettureyk geti verið á bilinu 2-5% (v/v). Er það ekki fjarri því magni, sem er í útblæstri bíla á ferð (sbr. hér að framan). Er því augljóst, að koloxíð í sígarettureyk getur mettað blóðrauða að meira eða minna leyti. Kjeldsen (1969) telst svo til, að lijá mönnum, sem reykja að marki, sé koloxíðmettun blóðrauða oft á bilinu 5-10% og hjá miklum reykingamönnum á bilinu 10-15%. Einmitt á þessu stigi mettunar koma fram fyrstu einkenni um koloxíðeitrun (sbr. liér að l'raman). Erfitt er að segja um með vissu, hver muni vera síðkomin eiturhrif koloxíðs á reykingamenn. Grundvallarrannsóknir Kjeldsen varð-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.