Læknablaðið - 01.12.1971, Qupperneq 10
246
LÆKNABLAÐIÐ
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Könnuð voru 19 dauðsföll af völdum koloxíðs í Reykjavík
og grennd, en þau höfðu borizt Rannsóknastofu í meinafræði
til réttarlæknisfræðilegra athugana og Rannsóknastofu í lyfja-
fræði varðandi réttarefnafræðilegar rannsóknir á tímabilinu frá
hausti 1966 og til ársloka 1970.
Lík hinna látnu voru öll krufin. Við krufningu voru gerðar
venjulegar athuganir svo og tekin sýnishorn af líffærum til smá-
sjárskoðunar, ef líkindi þóttu vera til þess, að um líffæraskemmd-
ir væri að ræða. Þá var tekið blóð og þvag, ef þvag var í blöðru,
til réttarefnafræðilegra rannsókna.
Koloxíðmettun blóðrauða var ákvörðuð með aðferð Wolff
(1941). Tæknileg' vandkvæði eru á því að ákvarða koloxíð með
þessari aðferð hér á landi. Voru því sýni send til Kaupmanna-
hafnar, og var koloxíðmettun blóðrauða ákvörðuð á lífefnafræði-
deild Réttarlæknisfræðistofnunar Kaupmannahafnarháskóla. Nið-
urstöðutölur eiga við hundraðshluta blóðrauða, sem mettaður
er koloxíði, miðað við g/100 ml blóðs (% (w/v)). Þess skal
hér getið, að ekki þarf að verja blóðsýni, scm ætlað er til ákvörð-
unar á koloxíðmettun, með paraffínlagi.
Magn alkóhóls í blóði og ])vagi var ákvarðað með alkóhól-
dehýdrógensaaðferð (sbr. Brink, Bonnichsen & Theorell 1954).
Verður þessari aðferð með áorðnum breytingum lýst síðar. Niður-
stöðutölur eiga við alkóhól í g/1, þ. e. a. s. %D (w/v).
Blettagreining á þynnu (thin layer chromatograpliy) var not-
uð til þess að greina, hvort barbítúrsýrusambönd eða önnur
svefnlyf og róandi lyf væru í blóðsýnum. Verður þessum aðferð-
um lýst síðar. Yfirleitt var ekki leitað að þessum lyfjum, nema
upplýsingar væru fyrir hendi, er bentu til þess, að lyf af þessu
tagi kynnu að hafa verið notuð skömmu fyrir andlátið.
ATHUGANIR OG NIÐURSTÖÐUTÖLUR RANNSÓKNA
Niðurstöðutölur rannsókna og' ýmis atriði varðandi athuganir
er að finna í töflu 1.
Einungis 2 (nr. 1 og 6) af 19 einstaklingum í safninu voru
konur (31 og 38 ára gamlar). Meðalaldur karlmanna var 43 ár
(18-77 ára). Eftir árum skiptist efniviðurinn þannig, að 2 létust
árið 1966, 1 árið 1967, 2 árið 1968, 10 á árinu 1969 og 4 árið
1970. Hinn mikla fjölda banvænna koloxíðeitrana árið 1969 má
að verulegu leyti rekja til eins brunaslyss, er varð 6 mönnum
að bana.