Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 277 BRÉF TIL LÁRU Calgary, 28/2 1971. Kæra Lára. Miklar þakkir fyrir hraðbréf þitt. Hestvagninn kom með það á fleygiferð yfir víðar slétturnar með Indíánahóp á eftir sér, ekillinn örvafullur í bakendann, en færði mér bréf þitt móður og rykugur og féll þá niður örendur. Það er gott að fá línur að heiman hingað útá útjaðar heimsmenningar, einkum þegar þær línur eru úr nafla hennar. Skortur á fréttabréfum á sér mjög náttúrulegar orsakir. Við erum hér einu íslendingarnir á ferli utan einnar borgfirzkrar bóndadóttur, sem giftist þýzkum jarðfræðingi, en lenti svo hér, áður en hún gat talið upp að þrem; hann fór að sulla í olíu hér, sem er borgarinnar mesta uppihald og uppáhald. Háskóli er hér nýr og mjög metnaðarfullur eins og aðrir unglingar. Læknadeildin er splunkuný og hefur námsprógram, sem leggur sér- staka áherzlu á heimilislækningar og hinar mennskari leiðir læknis- fræði með fjölda prófessóra í þeim fræðum. Getið þið trúað, að það gladdi mitt gamla, lúna, stóra hjarta að sjá, að hugmyndir mínar, sem ég sló svo um mig með forðum, væru ekki eins manns hjátrú, heldur sívaxandi fræðigrein, sem æ meiri gaumur er gefinn. Það jaðrar við að vera dálítið ergilegt; mér líður sem ég hafi misst glæp; „framá- hugmyndir“ mínar heima eru hér hvers manns tugga. Um eigið nám er ekki margt að segja; ég ætla að halda uppi svolítilli mystik um það. Ég held, að það geti verið sniðugt hjá mér. En það er úr nógu að moða. Svo að eins og sjá má, eru litlar fréttir. Ég fór á alþjóðafund um grúppupraxís sl. apríl til Winnipeg og hitti þar marga heimsmenn íslenzka, svo sem Kristbjörn Ólafsson, Eggert Steinþórsson, P. J. Jakobsson og síðast en ekki sízt ísak Hall- grímsson, hvers gullna bros skein um alla borgina. Á næstunni fer ég á annan fund um sjúkraskrárfærslu í Regina- borg; einn af sonum þeirrar borgar er Hallgrímur Helgason, tónskáld, sá, sem samdi hið gullfallega kallmerki útvarpsins, sem alþjóð heyrir, þegar hún bíður eftir fréttum. Hann kennir þar fólki að klípa strengi. Hér er von Andrésar Kristjánssonar til að tala um íslenzkar bókmenntir við háskólann; menn vonast eftir góðri aðsókn, allt að 8-10. Þá á einnig að stofna íslendingastúku. Svo að þetta eru nú helztu fréttirnar. Lífið skiptist milli þess að bjarga mannslífum á seinlegan hátt (þ. e. heimilislækningar) undir handleiðslu svolítillar fræðimennsku, svo að maður skjóti inn virðu- legu orði, og náttúruskoðunar og slóðamennsku í Klettafjöllum (yndis- legir staðir) o. s. frv. Nú, þá koma spurningar: 1) Ég þykist vita, að sakir standi hallar í lífeyrissjóðnum. Gott væri að vita, hvernig málin standa í þeim efnum. Ég vil geta dáið saklaus og dreymt vel. 2) Þú nefndir nýja samninga. Gaman væri að fá að vita nánar um þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.