Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1971, Page 34

Læknablaðið - 01.12.1971, Page 34
266 LÆKNABLAÐIÐ hjá þeim sjúklingum, sem liafa verið veikir lengur en einn sólar- liring, er þeir koma til meðferðar. Mörg hjartarafrit voru tekin af langflestum sjúklinganna með stuttu millibili. Allir sjúlding- arnir, sem dóu, voru krufnir. Nokkrir sjúklinganna reyndust við krufningu hafa bráða kransæðastíflu, án þess að sjúkdómsmynd hefði vakið grur. um þann sjúkdóm. Eru þeir að sjálfsögðu taldir með. Heildardánartalan eða 21,0% verður að teljast lág, þegar mið- að er við ósérhæfða deild. Nokkrar sveiflur urðu á milli ára, en sá munur reyndist ekki marktækur. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um dánartíðni úr infarctus myocardii. Flestir nefna 30-40% af ósérhæfðum deildum,3 11121G18ená sérhæfðum allt niður í 15%.8 10 11 16 Þess ber að g'eta, að víða eru eldri sjúkl- ingar en 70 ára ekki teknir inn á slika deild,10 og lækkar það að sjálfsögðu dánartöluna. 1 okkar hópi eru 32,5% yfir sjötugt, sem er óvenjulega hátt.8 16 Eins og vænta mátti, hækkar dánar- tala í réttu hlutfalli við aldur, tafla I.8 14 Kynskipting er svipuð og annars staðar, karlmenn í miklum meiri hluta, eða 78,8% (80).10 Dánartala kvenna er hins vegar hærri eða 33,3% á móti 18,7% karla. Skýrist þetta a. m. k. að verulegu leyti með hærri aldri kvennanna. Kemur þetta vel heim við reynslu annarra.8 Rose,17 benti á mismunandi tíðni kransæðastíflu í Englandi og Wales el'tir árstíðum. Anderson og LeRiche könnuðu þetta í Kanada, þar sem enn meiri hitasveifla er milli árstíða. Þar kom enginn munur fram á tíðni kransæðastíflu. I grein, sem þeir skrifuðu um þetta efni,1 leiða þeir allsterk rök að því, að um- hverfishitinn hafi aðeins óbein áhrif á tíðni kransæðastíflu vegna meiri hættn á bráðum öndunarfærasjúkdómum. Á Islandi hefur ekki verið hægt að sýna fram á mismunandi tíðni eftir árstiðum, sjá töflu VI, og í nýlegri rannsókn frá Borgarspítalanum24 er niðurstaðan sú sama. Flestir telja, að dánartala hækki, því fyrr sem sjúklingar koma á sjúkrahús eftir npphaf einkenna. Orsakirnar eru lífs- Iiættulegar hjartsláttartruflanir, sem tíðastar eru fyrst í sjúk- dómnum. Þeir sjúklingar, sem koma tiltölulega seint til með- ferðar, hafa því lifað hættulegasta tímahilið af og ættu að liafa hetri horfur en hinir, sem koma tafarlaust á sjúkrahús. Innan 6 klst. frá byrjun sjúkdómseinkenna koniu aðeins 40,1% sjúkl- inga. Sú tala ber ekki vott um mikla árvekni sjúklinganna og/eða lækna.8 10 Þetta hlutfall þarf að hækka á næstu árum. Bezta

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.