Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 48
276 LÆKNABLAÐIÐ Kristján Baldvinsson LYFJAKORT SJÚKLINGA Undanfarin ár hefur misnotkun og ofnotkun lyfja, einkum ró- andi lyfja, farið í vöxt um heim allan. Við íslendingar höfum þarna við vaxandi vanda að glíma, eins og aðrir, og verðum að grípa til róttækra ráðstafana eigi þetta ekki að verða víðtækt þjóðarböl. Við þekkjum allir orsakirnar. Vaxandi stress er á öllum sviðum þjóðlífsins. Ekki aðeins borgarbúinn, heldur einnig sveitafólk í af- dölum er að springa í tætlur af taugaóstyrk. Einstaklingurinn er ónógur sjálfum sér og læknisfræðin á að leysa allan vanda mann- legs lífs. Við læknarnir bregðumst sjúklingnum með því að láta okkur detta í hug að afgreiða með pillum fjölda vandamála, sem ekki eru læknisfræðileg, heldur félagsleg. Við gleymum því stundum sjálf- ir, að lífið er barátta. Við verðum öll fyrir hnjaski í þeirri bar- áttu. Það er eðlilegt að hafa áhyggjur, vera svefnlaus með köflum o.s.frv., þegar lífsbaráttan gefur tilefni til þess. Værum við svift lífsbaráttunni, yrði lífið bragðdauft. Hlutverk okkar læknanna er að hjálpa sjúklingnum að horfast í augu við sinn vanda og glíma við hann, ekki flýja frá honum með sedativa. Við könnumst allir við sjúklinga, sem ganga á milli, kvarta um taugaveiklun o. s. frv., fá slatta hér og slatta þar og svífa síðan í rús með eða án áfengis til viðbótar, stundum yfir í annan heim. Mikill hluti þjóðarinnar gengur í lyf eins og hestar í hey og verður að setja strangari reglur um heygjöfina og fylgjast með því, hvað hver sjúklingur fær hjá hverjum lækni. Mælt hefur verið með skrásetningu þeirra lyfja, sem helzt eru misnotuð, svo sem háttur er hjá Svíum. Þetta er sjálfsagt, en ekki nóg. Langur tími líður, áður en upp kemst um misnotkun. Læknir, sem fær óþekktan sjúkling á stofu, hefur aðeins orð sjúklingsins fyrir því, hvaða lyf hann hefur fengið að undanförnu. Mér virðist, að þennan vanda mætti leysa með því að útbúa lyfjakort fyrir hvern samlagsmann. Kort þetta skal sjúklingur jafnan hafa með sér til læknis, að öðrum kosti séu ekki skrifuð út meðul, nema til næsta dags eða svo. Á kortinu skal standa: 1) nafn — nafnnr. — sjúkrasamlagsnr., 2) fæðingarár — mán. — dagur, 3) heimilisfang, 4) útgefin lyf, dags., magn, skammtur, 5) lyfjaofnæmi. Ég álít, að með slíku lyfjakorti megi með stuttum fyrirvara koma á ódýru og algeru eftirliti með lyfjaneyzlu og stemma stigu við ofnotk- un og misnotkun lyfja, sé rétt á haldið. Skora ég á hlutaðeigandi aðila að hefjast þegar handa. Stykkishólmi, 27/9 1971. Kristján Baldvinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.