Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1973, Síða 11

Læknablaðið - 01.02.1973, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 3 Sigurður B. Þorsteinsson, Þórður Harðarson, Sigurður Samúelsson 94 SJÚKLINGAR MEÐ KRANSÆÐASTÍFLU Á LYF- LÆKNINGADEILD LANDSPÍTALANS 1.1. 1969-1.4. 70 FORSPJALL Áður hefur verið skýrt frá fyrirhugun rannsóknar á sjúklingum með kransæða- stíflu á lyflæknisdeild Landspítalans. Birt- ist hér annar hluti þeirrar rannsóknar- skýrslu, og nær hún yfir tímabilið 1/1 1969-1/4 1970. Telst þessi tími aðlögunar- tími hjartagæzludeildar. Úrvinnsla gagna hefur verið hagað á sama hátt og fyrr, og vísast til fyrsta hluta skýrslunnar um þau atriði.17 Eins og áður verða þeir sjúklingar aðeins taldir, er falla í flokkinn, sem kall- aður hefur verið: ákveðin kransæðastífla. Hjá 94 sjúklingum komu skilmerki þess flokks fram. HJARTAGÆZLUDEILD Árið 1969 var opnuð hjartagæzludeild við lyflæknisdeild Landspítalans. Hún er hluti almennrar legudeildar og hefur yfir að ráða 4 rúmum í 3 herbargjum. Hverju rúmi fylgir hjartarafsjá, en með henni má einnig fylgjast á vaktherbergi. Einnig á deildin „defibrillator“. Skammt frá er hjartaþræðingaherbergi með röntgen- skyggnimagnara, og er þar aðstaða til að setja inn gangráðsþráð í hjarta sjúklinga með stuttum undirbúningi. TABLE I Age and sex distribution and mortality Age Men Women Both sexes Total Dead Dead Total Dead No. % 1 U lcll No. % No. % 39-49 11 1 12 50-59 16 2 12.5 3 19 2 10.5 60-69 22 5 22.7 3 1 33.3 25 6 24.0 70-79 20 6 30.0 11 4 36.4 31 10 32.3 80-> 3 2 66.7 4 2 50.0 7 4 57.1 Total 72 15 20.8 22 7 30.8 94 22 23.4 Hvað gæzlu sjúklinganna áhrærir, hefur deildin á að skipa góðu liði hjúkrunar- kvenna, af þeim eru þrjár sérmenntaðar. Skipulögð kennsla er hafin fyrir alllöngu og má vænta betur menntaðs starfsfólks, þegar hún er komin vel á veg. Flestir, sem um skipulag slíkra deilda rita, leggja áherzlu á, að þar séu til taks hæfar hjúkr- unarkonur, sem tekið geti frumkvæðið í sínar hendur, þegar svo ber undir. Sérfræðingar hjartagæzludeildar standa bakvakt, og er það tvímælalaust til bóta. Þegar spítalinn hefur neyðarvakt, starfar einn kandídat á deildinni, og hefur hann ekki skyldum að gegna annars staðar í spítalanum. Þá er hjartagæzludeildin var opnuð, var ekkert kallkerfi til þar, en í staðinn var notuð neyðarhringing. Reynd- ist sú aðferð allvel. Ei’ greinarhöfundum ekki kunnugt um, að langur tími hafi liðið frá neyðarkalli, þar til læknir kom á deild- ina. Nú hefur kallkerfi verið tekið í notk- un. NIÐURSTÖÐUR í TÖFLUM I. tafla: aldursflokkar og skipting eftir kynjum. Karlar voru í miklum meirihluta, eða 72 á móti 22 konum. Heildardánartala er 23,4%.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.