Læknablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ
3
Sigurður B. Þorsteinsson, Þórður Harðarson, Sigurður Samúelsson
94 SJÚKLINGAR MEÐ KRANSÆÐASTÍFLU Á LYF-
LÆKNINGADEILD LANDSPÍTALANS 1.1. 1969-1.4. 70
FORSPJALL
Áður hefur verið skýrt frá fyrirhugun
rannsóknar á sjúklingum með kransæða-
stíflu á lyflæknisdeild Landspítalans. Birt-
ist hér annar hluti þeirrar rannsóknar-
skýrslu, og nær hún yfir tímabilið 1/1
1969-1/4 1970. Telst þessi tími aðlögunar-
tími hjartagæzludeildar. Úrvinnsla gagna
hefur verið hagað á sama hátt og fyrr, og
vísast til fyrsta hluta skýrslunnar um þau
atriði.17 Eins og áður verða þeir sjúklingar
aðeins taldir, er falla í flokkinn, sem kall-
aður hefur verið: ákveðin kransæðastífla.
Hjá 94 sjúklingum komu skilmerki þess
flokks fram.
HJARTAGÆZLUDEILD
Árið 1969 var opnuð hjartagæzludeild
við lyflæknisdeild Landspítalans. Hún er
hluti almennrar legudeildar og hefur yfir
að ráða 4 rúmum í 3 herbargjum. Hverju
rúmi fylgir hjartarafsjá, en með henni má
einnig fylgjast á vaktherbergi. Einnig á
deildin „defibrillator“. Skammt frá er
hjartaþræðingaherbergi með röntgen-
skyggnimagnara, og er þar aðstaða til að
setja inn gangráðsþráð í hjarta sjúklinga
með stuttum undirbúningi.
TABLE I
Age and sex distribution and mortality
Age Men Women Both sexes
Total Dead Dead Total Dead
No. % 1 U lcll No. % No. %
39-49 11 1 12
50-59 16 2 12.5 3 19 2 10.5
60-69 22 5 22.7 3 1 33.3 25 6 24.0
70-79 20 6 30.0 11 4 36.4 31 10 32.3
80-> 3 2 66.7 4 2 50.0 7 4 57.1
Total 72 15 20.8 22 7 30.8 94 22 23.4
Hvað gæzlu sjúklinganna áhrærir, hefur
deildin á að skipa góðu liði hjúkrunar-
kvenna, af þeim eru þrjár sérmenntaðar.
Skipulögð kennsla er hafin fyrir alllöngu
og má vænta betur menntaðs starfsfólks,
þegar hún er komin vel á veg. Flestir, sem
um skipulag slíkra deilda rita, leggja
áherzlu á, að þar séu til taks hæfar hjúkr-
unarkonur, sem tekið geti frumkvæðið í
sínar hendur, þegar svo ber undir.
Sérfræðingar hjartagæzludeildar standa
bakvakt, og er það tvímælalaust til bóta.
Þegar spítalinn hefur neyðarvakt, starfar
einn kandídat á deildinni, og hefur hann
ekki skyldum að gegna annars staðar í
spítalanum. Þá er hjartagæzludeildin var
opnuð, var ekkert kallkerfi til þar, en í
staðinn var notuð neyðarhringing. Reynd-
ist sú aðferð allvel. Ei’ greinarhöfundum
ekki kunnugt um, að langur tími hafi liðið
frá neyðarkalli, þar til læknir kom á deild-
ina. Nú hefur kallkerfi verið tekið í notk-
un.
NIÐURSTÖÐUR í TÖFLUM
I. tafla: aldursflokkar og skipting eftir
kynjum. Karlar voru í miklum meirihluta,
eða 72 á móti 22 konum. Heildardánartala
er 23,4%.