Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1973, Page 14

Læknablaðið - 01.02.1973, Page 14
6 LÆKNABLAÐIÐ sem höfðu dáið úr kransæðastíflu. Reynd- ust 49,6% hafa dáið á fyrstu 16 mín., eftir að einkenni komu í ljós. McNeilly og Pem- berton athuguðu í Belfast á írlandi 998 tilfelli. Reyndust 60% sjúklinga hafa lát- izt utan sjúkrahúss, en a. m. k. 23% lifðu lengur en 30 mínútur. Væri mjög æskilegt að gera svipaða rannsókn hér á landi, og það ætti að vera tiltölulega auðvelt. Lík- legt má telja, að slík rannsókn geti gefið alliiákvæma vitneskju um verkefni sér- stakrar hjartagæzlubifreiðar, sem útbúin er tækjum til endurlífgunar. Enn fremur er líklegt, að töluvert gagn geti orðið af sérstakri símaþjónustu fyrir þennan hóp sjúklinga. Vanir læknar eiga yfirleitt auð- velt með að taka ákvörðun um innlögn eftir munnlegum upplýsingum. Flýtir það áreiðanlega fyrir því, að sjúklingar kom- ist í sjúkrahús. Mikilvægast er þó að sjúklingurinn sjálfur geri sér glögga grein fyrir mikil- vægi þess að leita til læknis sem allra fyrst eftir að einkenni koma í ljós. Sýnt var fram á, að hjartsláttaróreglu hefði orðið vart í einhverri mynd hjá 55,2% sjúklinganna, er þetta nokkuð hærra en áður var (46,5%), en ekki er munurinn mikill. Vantar enn allmikið á, að skrásetning hjartsláttaróreglu sé nógu góð.4 911 Hefur nú nýlega verið tekin upp sú regla að færa svokallaðar hjartaraf- sjárskýrslur, og ætti það að bæta skrásetn- inguna til muna. Eins og áður hefur komið fram,17 deyja flestir eða helmingur sjúklinganna á fyrsta sólarhring, og er það í samræmi við reynslu allra þeirra, sem ritað hafa um þessi mál.7 91113 16 17 Aðeins tæplega fimmtruigur kemst í hjartadá. Stafar það sjálfsagt af bæði meiri notkun lyfja gegn hjartsláttaróreglu og svo hinu, að alltaf var beitt endurlífgun; tókst hún oft í upphafi, enda þótt sjúklingur dæi síðar. Aðeins einn sjúklingur af þeim, sem end- urlífgun var reynd á, útskrifaðist af deild- inni. Var það 69 ára karlmaður, sem fékk „total A-V block“ og síðan „asystolu“.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.