Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1973, Qupperneq 21

Læknablaðið - 01.02.1973, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐIÐ 9 Anatomi: Richter, Grundriss der norm. menschl. Anatomie, 754 bls. W. Spaltehoz, Handatlas d. Anatomie des Menschen I-III. Physiologi: Halliburton, Handbook of Physiology, 770 bls., þar af var embryo- logia 54 bls. Pathologi: E. Ziegler, Allgemeine Patho- logie u. pathol. Anatomie, 780 bls. Hygiene: A. Gártner, Leitfaden der Hygiene, 560 bls. Medicin: I. Fuhr v. Mering, Lehrbuch d. inneren Medizin, 1200-1300 bls. Chirurgi: Wullstein & Wilms, Lehrbuch der Chirurgie, I og II, alls 1650 bls. Leser, Allgemeine Chirurgie. Obstetrik: A. Diihrssen, Geburtshilfe, 280 bls. Farmakologi: Poulsson, Farmakologi, ca. 580 bls. Réttarlæknisfræði: K. Pontoppidan, Förste og anden Række af Retsmedicinske Forelæsninger. Hugo Marx, Praktikum der gerichtlichen Medizin. Augnlækningar: Curt Adam, Therap. Taschenbuch fiir die Augenpraxis, 280 bls. Björn Ólafsson hafði látið lesa: P. Silex, Kompend. d. Augenheilkunde, 258 bls. í sambandi við námskeiðin um holds- veiki og geðveiki voru ekki lesnar sér- stakar bækur. Holdsveikinámskeiðið fór fram í holdsveikraspítalanum í Lauganesi, og voru sjúklingar sýndir. VERKLEG KENNSLA Kemi: Kennslan var þar bæði munnleg og verkleg efnagreining. Eins og venja er, fengum við slatta af efni og skyldum segja til um, hver efni þar voru í. Ekki man ég nafn leiðarvísisins. Prófið var tvíþætt, bæði munnlegt og analysis. Anatomi: Skólinn átti beinagrind og nokkuð af stökum beinum, og unnum við að því að bæta við það safn. Guðmundur Hannesson bjó til m. a. fallegt ,,præparat“. Það var parspetrosa oss. temporatis, söguð þannig sundur, að skurðurinn lá gegnum cochlea. í anatomi var verkleg kennsla, krufning (dissectio). Þegar lík fékkst, voru hinir elztu látnir ganga fyrir. Við vorum ekki það margir, að verkefnið væri ekki nægilegt, enda gátum við sex raðað okkur kringum líkið. Dissectio stóð í nokkra daga, enda var líkið varið rotnun með injectio í aorta. Dissectio var ekki prófgrein. í physiologi man ég, að okkur var sýnd- ur pshygmometer og að við fengum að spreyta okkur við spirometer. í pathologi sáum við gerðar obductionir, en tókum ekki sjálfir þátt í þeim. Farmakologi: Skólinn átti dálítið farmakolog. safn, og var það notað við kennsluna og við prófið. Obstetrik: Skól- inn átti grindarlíkan og barnslíkan til sýnikennslu og æfinga. Var það vitanlega einnig notað við próf. Medicin og chirurgi: Verkleg kennsla í þessum greinum fór að langmestu leyti fram á tveim stöðum, þ. e. í skólahúsinu og í Landakotsspítala. (Gamla spítalanum, sem nú er horfinn). Skólinn hafði „frí- lækningu á póliklíník“ í skólahúsinu tvisvar í viku. Til þess voru notaðar þrjár samliggjandi stofur á neðri hæð hússins. Var miðstofan biðstofa, en í hinum lyf- lækningar og handlækningar sitt hvoru megin, undir stjórn landlæknis og Guð- mundar Magnússonar. Starf okkar nem- enda þar var að skrifa stuttan journal fyr- ir hvern sjúkling, framkvæma rannsókn- ir og jafnvel gera ýmislegt smávegis, t. d. binda um og draga út tennur. Auk þessa hafði Andrés Fjeldsted, augnlæknir, póli- klíník einu sinni í viku og Vilhelm Bern- höft tannlæknir, einu sinni í viku. Hið daglega starf við verklega námið fór fram í Landakotsspítala, sem þá var eina sjúkrahúsið í Reykjavík. Fyrsta veturinn höíðum við ekki „spít- alaskyldu“, en þó fylgdumst við með starfi Guðmundar Hannessonar, en hann stundaði handlækningar fyrstu ár sín hér í Reykjavík. Síðan unnum við undir ör- uggri stjórn Guðmundar Magnússonar, sem meðal okkar gekk undir nafninu ,,magister“. Starfið var í því fólgið að taka við nýjum sjúklingum, skrifa journala og framkvæma rannsókn til bráðabirgða, þar á meðal ætíð þvagrannsókn. Síðan tóku læknarnir Guðmundur Magnússon og landlæknir við, létu okkur koma með okk- ar diagnosis og bættu síðan við skoðun og diagnosis. Á skurðstofunni vorum við að mestu áhorfendur að öðru en því, að ein- hver hinna elztu framkvæmdi svæfinguna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.