Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 40
22 LÆKNABLAÐIÐ Þriðji flokkur sjúkrahúsa nefnist skv. frumvarpinu almennt sjúkrahús og er skil- greint þannig: „sjúkrahús, sem ekki hef- ur sérdeildir, en hefur á að skipa sérfræð- ingum eða almennum læknum og tekur við sjúklingum til rannsóknar og bráðra aðgerða, en hefur einnig aðstöðu til vist- unar langlegusjúklinga.“ Það, sem hlýtur að vekja mesta athygli við lestur þessarar skilgreiningar á almennu sjúkrahúsi, er, að gagnstætt því, sem fram kemur um aðrar tegundir sjúkrahúsa, skulu þessi sjúkrahús enga meðferð veita, aðra en bráðar aðgerðir. Fyrir höfundum frumvarpsins virðist vaka, að öll meðferð venjulegra lyflæknis- og handlæknissjúkdóma skuli fara fram á „svæðissjúkrahúsum" og „deildarsjúkra- húsum“, nema um svo bráð sjúkdómstil- felli sé að ræða, að flutningi til slíkra sjúkrahúsa verði ekki við komið. Ekki er þess heldur getið, að á „almenn- um sjúkrahúsum“ skuli vera aðstaða til fæðingarhjálpar, nema e. t. v. „bráðra fæð- ingaraðgerða.“ „Almenn sjúkrahús“ skulu þó taka við sjúklingiun til rannsóknar. Leiði rannsókn í ljós, að þörf sé sjúkra- húsmeðferðar skulu sjúklingarnir, að því er virðist án undantekninga, sendir á svæðis- eða deildarsjúkrahús, svo fremi að meðferðin sé ekki fólgin í „bráðri aðgerð.“ Nú munu vera í landinu 14 sjúkrahús, utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Svo sem áður er að vikið, verður það að teljast vafamál, hvort fagleg, hvað þá heldur fjár- hagsleg rök, séu fyrir nema einu deildar- sjúkrahúsi, þ. e. á Akureyri. Hin 13 sjúkrahúsin mundu þá í hæsta lagi flokkast undir almenn sjúkrahús. Svo sem flestum mun vera kunnugt, er starfsvettvangur nær allra þessara sjúkra- húsa í dag það víður, að ekkert þeirra mundi falla undir skilgreiningu frum- varpsins um „almennt sjúkrahús.“ Því hlýtur sú spurning að vakna, hvort hin rétta stefna sé sú, er frumvarpið gerir ráð fyrir, þ. e. að þrengja starfssvið þessara sjúkrahúsa frá því, sem nú er, þannig að þau falli undir skilgreiningu frumvarps- ins. Rétt er það, að sé eingöngu litið á íbúa- tölu landsins, væri án efa fullnægjandi og sennilega heppilegast bæði frá faglegu og fjárhagslegu sjónarmiði, að öll sjúkrahús- meðferð í landinu færi fram á tveimur stórum sjúkrahúsum. En hér verður enn óþægilega fyrir okk- ur sú sérstaða, að þessir 200.000 íbúar eru dreifðir um stórt land, sem þar að auki er staðsett við heimskautsbaug. Við stöndum andspænis þeim veruleika, að búa á ís- landi með þess veðurfari, fjarlægðum, fjöllum og torfærum. Þessar aðstæður krefjast þess, að við höldum uppi sjúkra- húsrekstri úti um byggðir landsins, og staðall þessara sjúkrahúsa verður að vera óeðlilega hár, miðað við stærð þeirra og fólksfjölda upptökusvæða. Takmarka ber fjölda þessara sjúkrahúsa svo sem unnt er, án þess að tefla öryggi íbúanna í hættu. Ég tel t. d. vægast sagt vafasamt, að við höfum efni á að fjárfesta í slíkum fram- kvæmdum á stöðum, sem eru í slíkri ná- lægð við bezt búnu sjúkrahús landsins, að flutningur sjúklinga þar á milli tekur að- eins um hálfa klukkustund. íslenzkt þjóðfélag er eðli sínu sam- kvæmt dýrt í rekstri. Við höfum því síztir þjóða efni á að láta metnaðargirnd einstaklinga eða fá- menna hópa marka stefnuna í fjárfesting- armálum okkar. En lítum nú nánar á skilgreiningu frum- varpsins á verksviði þessara sjúkrahúsa. Skv. henni skal meðferð sú, er þar fer fram, einvörðungu vera fólgin í „bráðum aðgerðum.“ Svo sem öllum læknum er kunnugt, eru „bráðar aðgerðir“, þ. e. að- gerðir, sem ekki þola bið, alloft meðal erfiðustu og áhættusömustu aðgerða. Mannfæð á upptökusvæðum „almennra sjúkrahúsa“ hérlendis veldur því hins veg- ar, að slíkar aðgerðir eru tiltölulega fáar á hverju sjúkrahúsi árlega. Ég hygg, að það hljóti öllum að vera ljóst, að eigi læknar og annað starfslið þessara sjúkrahúsa að vera þeim vanda vaxið að sinna „bráðum aðgerðum“, þeg- ar þær ber að, verði þar stöðugt að fara fram veruleg lækningastarfsemi í höfuð- greinum lyf- og handlæknisfræða. Því tel ég eftirfarandi skilgreiningu nær raunveruleikanum: „Almennt sjúkrahús er sjúkrahús, sem ekki hefur sérdeildir, en hefur að- gang að ákveðinni lágmarks stoðþjón-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.