Læknablaðið - 01.02.1973, Síða 42
24
LÆKNABLAÐIÐ
sem reynslan hefur sýnt, að þeim er mest
að skapi.
Þá vil ég að lokum geta þess hér, að ég
tel, að mjög kæmi til greina, að við þrjár
fyrstnefndu tegundir sjúkrahúsa, svæðis-
sjúkrahús, deildarsjúkrahús og almenn
sjúkrahús, svo sem þau eru nefnd í frum-
varpinu, yrði komið upp sérstökum deild-
um, eða ákveðinn rúmafjöldi til þess ætl-
aður að rækja þá þjónustu, sem sjúkra-
skýli gera annars staðar, og yrði þessum
deildum einvörðungu sinnt af almennum
heilsugæzlulæknum.
Ég vil að endingu draga saman í örfá
atriði helztu niðurstöður þessarar greinar,
en þær eru:
1) Sjúkrahúsum í Reykjavík verði steypt
saman í eina sjúkrahúsaheild undir
einni yfirstjórn, þannig að grundvöll-
ur myndist fyrir eðlilegri deildar-
skiptingu í þrengri sérgreinum lækn-
isfræðinnar.
2) í náinni framtíð er ekki grundvöllur
til að reka nema eitt sjúkrahús í land-
inu, er falli undir skilgreiningu frum-
varps til heilbrigðislaga um deildar-
sjúkrahús, og verði það á Akureyri.
3) Vegna sérstæðra aðstæðna hér á landi
verði staðall almennra sjúkrahúsa að
vera tiltölulega hár, og óhjákvæmi-
legt, að þar fari fram að staðaldri
veruleg lækningastarfsemi í höfuð-
greinum lyflæknis-, handlæknis- og
fæðingarfræða, svo að þessi sjúkra-
hús verði þeim vanda vaxin að sinna
bráðum sjúkdómstilfellum, er þangað
berast.
4) Til þess að gera sjúkraskýli að rekstr-
arhæfum stofnunum verði við þau
tengd hjúkrunar- og endurhæfingar-
heimili, enda verði á þann hátt lang-
legusjúklingum tryggð vist á þess
konar stofnunum, er reynslan hefur
sýnt, að þeim er mest að skapi.
5) Á öllum stærri sjúkrahúsum verði
ákveðinn rúmafjöldi ætlaður heilsu-
gæzlulæknum til að rækja þá þjón-
ustu, er sjúkraskýli sinna annars stað-
ar.
NeskaupstaS 30. okt. 1972.